Keppni
Ísland í 7. sæti í Global Chefs Challange
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Global Chefs Challange þar sem að feðgarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason kepptu.
Úrslit urðu:
1. sæti Svíþjóð
2. sæti Finnland
3. sæti Noregur
4. sæti Singapore
5. sæti Danmörk
6. sæti Kanada
7. sæti Ísland
Alls áttu 20 þjóðir að keppa en England og Holland forfallaðist. Sérstök aukaverðlaun voru veitt, en þar fékk Kanada verðlaun fyrir besta kjötréttinn og Noregur fyrir besta fiskréttinn.
Keppendur elduðu fjögurra rétta matseðil fyrir 12 manns og höfðu 5 klukkustundir til að elda herlegheitin.
Matseðillinn sem að feðgarnir kepptu með:
- Bakað og útstungið grasker, með papriku frauði, kavíar á stökku kexi, brúnuð smjörsósa með anis olíu og karsa.
- “STERLING” lúða með kóngakrabba og grilluðum humar, jarðskokkar á þrjá vegu á smjördeigs og þara lögum, skelfisk rjómasósa og fjörujurtum.
- Steiktur kálfa hryggvöðvi, kálfaskanki og-tunga, framreitt með fölsku seljurótar“ beini” með merg Hollaandaise sósu.
- Dökk súkkulaði mús með “ DILMAH EARL GRAY” te, blóðappelsínu og hindberja samleik með heitum kleinuhring og „Zallotti“ blómum.
Keppnin var haldin samhliða ráðstefnu Alheimssamtaka Matreiðslumanna í borginni Kuala Lumpur í Malasíu dagana 11. til 14. júlí. Global Chefs Challange keppnin var fyrst haldin fyrir 10 árum síðan.
Ráðstefnan samanstendur af rúmlega 100 aðildarríkjum, leiðandi fyrirtækjum og fagmönnum í veitingabransanum, áhugafólki um matarlist, keppni og margt fleira.
Heildarstigin í keppninni:
Mynd: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!