Keppni
Ísland í 7. sæti í Global Chefs Challange
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Global Chefs Challange þar sem að feðgarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason kepptu.
Úrslit urðu:
1. sæti Svíþjóð
2. sæti Finnland
3. sæti Noregur
4. sæti Singapore
5. sæti Danmörk
6. sæti Kanada
7. sæti Ísland
Alls áttu 20 þjóðir að keppa en England og Holland forfallaðist. Sérstök aukaverðlaun voru veitt, en þar fékk Kanada verðlaun fyrir besta kjötréttinn og Noregur fyrir besta fiskréttinn.
Keppendur elduðu fjögurra rétta matseðil fyrir 12 manns og höfðu 5 klukkustundir til að elda herlegheitin.
Matseðillinn sem að feðgarnir kepptu með:
- Bakað og útstungið grasker, með papriku frauði, kavíar á stökku kexi, brúnuð smjörsósa með anis olíu og karsa.
- “STERLING” lúða með kóngakrabba og grilluðum humar, jarðskokkar á þrjá vegu á smjördeigs og þara lögum, skelfisk rjómasósa og fjörujurtum.
- Steiktur kálfa hryggvöðvi, kálfaskanki og-tunga, framreitt með fölsku seljurótar“ beini” með merg Hollaandaise sósu.
- Dökk súkkulaði mús með “ DILMAH EARL GRAY” te, blóðappelsínu og hindberja samleik með heitum kleinuhring og „Zallotti“ blómum.
Keppnin var haldin samhliða ráðstefnu Alheimssamtaka Matreiðslumanna í borginni Kuala Lumpur í Malasíu dagana 11. til 14. júlí. Global Chefs Challange keppnin var fyrst haldin fyrir 10 árum síðan.
Ráðstefnan samanstendur af rúmlega 100 aðildarríkjum, leiðandi fyrirtækjum og fagmönnum í veitingabransanum, áhugafólki um matarlist, keppni og margt fleira.
Heildarstigin í keppninni:
Mynd: aðsendar
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu








