Freisting
Írskir Dagar/Háls í Kjós
Sisso hafði sent mér boðskort um að koma á Laugardeginum þar hann ætlaði að bjóða gestum og gangandi upp á Irish stew í tilefni áðurnefndra daga, en ég hafði minnst á þetta við Sigurvin nokkrum dögum fyrr og sannmæltust við um það að fara saman upp á Skaga í írskan graut. www.irskirdagar.is
Nú fór maður að googla um hvort eitthvað annað væri gaman að kíkja á út frá matarlegu sjónarmiði, en eina sem ég gat séð i dagskrá daganna var brunch á veitingastaðnum á safnasvæðinu og sleit ég upp tólið og hringdi þangað til að forvitnast um hvað væri í þessu hlaðborði og hvort einhver írsk tenging væri þar. Eftirfarandi las starfsstúlkan upp Skyr, harðsoðin egg, skinka, ostur, gúrkur, tómatar, ávextir og ávaxtasafar og þakkaði ég fyrir og lagði á, mér finnst þetta vera eins og heimilislegur morgunmatur en ekki brunch á írskum dögum, þarna vantar fagmennsku.
Svo kom dagurinn og við fórum á bíl Venna þessum með öllum leynihólfunum, um leið og við vorum komnir út fyrir borgina stillir hann miðstöðina og kom svona svalur andvari á móti mér og segir um leið, það eru fleiri en Siggi Einars sem hafa loftkælingu í bílnum hjá sér og hlógum við dátt.
Upp á Skaga komust við án teljandi vandræða, en fórum húsvillt í byrjun, en enduðum loks í húsi hjá Sisso, voru við fyrstu gestirnir en fljótt fylltist húsið af fólki sem allt var komið til að borða Irish Stew, heimiliskötturinn hafði verið út á lífinu kvöldið áður og var hrein unun að fylgjast með honum þar sem hann lág ofan í körfu og hálfsvaf og einstökum sinnum teigði hann úr sér eins og þegar mjög þunnur maður reynir að berja líf í skrokkinn án mikils árangurs.
Þá var komið að aðalmálinu hlaðborðinu írska og sagði húsbóndinn mér að hann hafi lagað 45 lítra af súpunni, þannig að það átti að metta marga munna, kynnti hann nú hvað var í boði og benti á límonaði til drykkjar en það fékk hann frá brottfluttum Írum sem búa USA, eitt lítið box eins og smurostur í skömmtum er dengt út í 2 lítra áf íslensku vatni, smá klaka og tilbúinn er einn besti svaladrykkur sem ég hef smakkað Límonaði. Nutum við veitinganna í góðum hópi glaðs og hressu fólki en kisi var sá lang- slappasti í húsinu þennan daginn, svo kom að kveðjustund og þar sem ekkert annað var spennandi á Skaganum fyrir okkur yfirgáfum við bæjarfélagið og héldu í átt að næsta stoppustað sem var bærinn Háls í Kjós www.hals.is en þar hefur verið opnuð búð undir formerkjunum beint frá býli.
Renndu við í hlaðið og inn og vel tekið á móti okkur, þarna fást allskonar steikur og kjötstykki úr nautum sem er flest af Galloway ætt, en einnig eru gripir af Arbedeen-Angus kyni, einnig er hægt að fá beef jerky úr nauti, grafið naut ýmis chutney og kæfur þannig að þetta er hugmynd fyrir metnaðarfullan matreiðslumann að gera díl við þau og vera fyrsti staðurinn sem byði upp á íslenskt A-A kjöt á matseðli, keypti sín ögnina af hverju og get ég staðfest að allt sem ég keypti var alveg fyrsta flokks vara og þeim á búinu til famdráttar, gott framtak.
Horfði á Eldum íslenskt þáttinn um nautið og ég spyr nú eins og fávís kona, tala þessir fagmenn ekkert saman, kjötmeistarinn sýnir úrval af flottu kjöt og meiru, svo kemur matreiðslumeistarinn með kjötflís og lemur hana eins og gestapó foringi væri að murka lífið úr gyðing, þessi uppákoma var öllum til skammar og vona ég að meiri fagmennska sé viðhöfð í þessum þáttum.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?