Vertu memm

Markaðurinn

Innnes minnkar matarsóun – Vörur á lækkuðu verði vegna líftíma

Birting:

þann

Innnes minnkar matarsóun - Vörur á lækkuðu verði vegna líftíma

Innnes hefur nú formlega hrint af stað verkefni sem snýr að því að minnka matarsóun. Eins og við vitum, hefur matarsóun neikvæð áhrif á loftslagsmál og á umhverfið. Að minnka matarsóun hefur í för með sér margþættan ávinning. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, dregur úr auðlindanýtingu, eykur fæðuöryggi, dregur úr myndun úrgangs og sparar fé.

Innnes hefur ætíð leitast við að lágmarka sóun með nákvæmri áætlanagerð, birgðastýringu og öflugu eftirliti með geymsluþoli birgða. Eins mikið og vandað er til verka, breytast forsendur oft á tíðum og stundum fyrirvaralaust. Þegar slíkt gerist verða til umfram birgðir sem útséð er með að seljist áður en komið er að ásættanlegum geymsluþolsmörkum.

Nú hefur vörum sem eiga eftir stuttan líftíma verið úthlutað sérstakt svæði og merking í vefverslun svo viðskiptavinir geta á einfaldan máta nýtt sér góð tilboð á þessum vörum og með því lagt hönd á plóginn við að lágmarka sóun. Eins og gefur að skilja, mun þetta vöruval vera síbreytilegt og gera má ráð fyrir að hér staldri vörur stutt við.

Vörur hjá Innnes eru geymdar við bestu mögulegu skilyrði og gæði vörunnar endurspegla þau geymsluskilyrði.

Smellið hér til að skoða vörur á lækkuðu verði vegna líftíma.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið