Markaðurinn
Innnes ehf. kaupir Arka Heilsuvörur ehf.
Innnes ehf. hefur fest kaup á innflutningsfyrirtækinu Arka Heilsuvörur ehf., öflugu fjölskyldufyrirtæki sem lagt hefur áherslu á innflutning og dreifingu á heilsu- og lífstílsvörum.
Meðal þekktra vörumerkja Arka sem eru landsmönnum að góðu kunn má nefna VIT-HIT – hitaeiningasnauðir vítamíndrykkir, FULFIL – vítamín og próteinstykki, THE BERRY COMPANY – frískandi berjadrykkir, TONY´S – súkkulaðiplötur, KIDDYLICIOUS – bragðgóðar barnavörur, BE PLUS – lífrænar orkuskvísur og EAT NATURAL morgunkorn og orkustykki.
Kaup Innnes á Arka falla vel að markmiðum og gildum félagsins en það er að bjóða upp á breitt vöruúrval og heildstæðar lausnir fyrir viðskiptavini sína.
Það er því mikill fengur fyrir Innnes að fá þessi öflugu vörumerki í vöruúrval sitt og geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttari lífstíls- og heilsuvörulínu.
Frá og með mánudeginum 17. október verða allar vörur Arka fáanlegar hjá Innnes og frá sama tíma mun sölu- og markaðsfólk Arka hefja störf hjá Innnes.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum