Frétt
Innköllun: blásýra í hörfræjum
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af First Price hörfræjum sem Krónan flytur inn vegna þess að það greindist blásýra yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað vöruna.
Í reglugerð um aðskotaefni er hámarksmagn fyrir blásýru í hörfræjum til neytenda 150 mg/kg. en það mældist langt yfir hámarksgildum (320 mg/kg).
Einungis varðar innköllunin eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: First Price hörfræ
- Vörumerki: First price
- Nettómagn: 250 g
- Framleiðandi: Rol – Ryz Sp. Z.o.o.
- Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
- Framleiðsluland: Pólland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 05 2025
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
- Dreifing: Allar verslanir Krónunnar
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er
hægt að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa