Frétt
Innköllun: blásýra í hörfræjum
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af First Price hörfræjum sem Krónan flytur inn vegna þess að það greindist blásýra yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað vöruna.
Í reglugerð um aðskotaefni er hámarksmagn fyrir blásýru í hörfræjum til neytenda 150 mg/kg. en það mældist langt yfir hámarksgildum (320 mg/kg).
Einungis varðar innköllunin eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: First Price hörfræ
- Vörumerki: First price
- Nettómagn: 250 g
- Framleiðandi: Rol – Ryz Sp. Z.o.o.
- Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
- Framleiðsluland: Pólland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 05 2025
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
- Dreifing: Allar verslanir Krónunnar
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er
hægt að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss