Frétt
Innkalla danskar bjórdósir sem geta sprungið
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Mosaic IPA frá Albani Bryggerierne vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið. Dista ehf. og ÁTVR hafa innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF).
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Albani
Vöruheiti: Mosaic IPA, 330 mL
Best fyrir dagsetning: 11.05.2023
Strikamerki: Á dós: 5741000171387, á kassa með 24 dósum: 5741000156100
Framleiðandi: Albani Bryggerierne, Tværgade 2, 5100 Odense C í Danmörku
Innflytjandi: Dista ehf. Ásbúð 9, 210 Garðabæ
Dreifing: Verslanir ÁTVR
Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!