Kristinn Frímann Jakobsson
Ingibjörg uppljóstrar uppskrift úr fjársjóðskistu fjölskyldunnar
Eins og kunnugt er þá sigraði Ingibjörg Ringsted framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri keppnina Dömulegur eftirréttur sem haldin var á sýningunni Matur-inn 2013. Uppskriftin sem að Ingibjörg sigraði með heitir „Hvít Súkkulaði Mousse með Hindberjabotni“ og er þessi uppskrift úr fjársjóðskistu fjölskyldunnar.
Hér að neðan er hennar lýsing og sagan á bakvið eftirréttinn:
Í kjölfar velgengni í eftirréttakeppni á „Maturinn 2013“ er ég stolt yfir að fletta hulunni af uppskriftinni góðu, sem vakti mikla athygli gesta sem fylgdust með öllu af áhuga og gleði. Uppskriftin er úr fjársjóðskistu fjölskyldunnar og þessi réttur hefur verið jóla-eftirrétturinn síðustu 15-20 árin. Þá hef ég haft súkkulaði-músina í aðalhlutverki og borið fersk jarðarber með.
—Það skal tekið fram að þó eiginmaðurinn sé matreiðslumeistari, hefur eftirréttur jólanna alfarið verið í mínum höndum í gegn um árin og engin breyting gerð á þeirri reglu að þessu sinni.—
Í keppninni núna ákvað ég að búa til hindberjabotn, þar sem rétturinn var borinn fram í staupglösum bæði til að uppfæra bragðflóruna og ekki síður fyrir augað. Hins vegar stendur súkkulaði músin út af fyrir sig algjörlega undir væntingum 🙂
Þessi eftirréttur eru jólin í mínum huga og þess vegna má segja að uppskriftin sé jólagjöfin (snemma á ferðinni) frá mér til ykkar allra 🙂
Verði ykkur að góðu
Ingibjörg Ringsted
Smellið hér til að lesa uppskriftina.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta