Kristinn Frímann Jakobsson
Ingibjörg uppljóstrar uppskrift úr fjársjóðskistu fjölskyldunnar
Eins og kunnugt er þá sigraði Ingibjörg Ringsted framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri keppnina Dömulegur eftirréttur sem haldin var á sýningunni Matur-inn 2013. Uppskriftin sem að Ingibjörg sigraði með heitir „Hvít Súkkulaði Mousse með Hindberjabotni“ og er þessi uppskrift úr fjársjóðskistu fjölskyldunnar.
Hér að neðan er hennar lýsing og sagan á bakvið eftirréttinn:
Í kjölfar velgengni í eftirréttakeppni á „Maturinn 2013“ er ég stolt yfir að fletta hulunni af uppskriftinni góðu, sem vakti mikla athygli gesta sem fylgdust með öllu af áhuga og gleði. Uppskriftin er úr fjársjóðskistu fjölskyldunnar og þessi réttur hefur verið jóla-eftirrétturinn síðustu 15-20 árin. Þá hef ég haft súkkulaði-músina í aðalhlutverki og borið fersk jarðarber með.
—Það skal tekið fram að þó eiginmaðurinn sé matreiðslumeistari, hefur eftirréttur jólanna alfarið verið í mínum höndum í gegn um árin og engin breyting gerð á þeirri reglu að þessu sinni.—
Í keppninni núna ákvað ég að búa til hindberjabotn, þar sem rétturinn var borinn fram í staupglösum bæði til að uppfæra bragðflóruna og ekki síður fyrir augað. Hins vegar stendur súkkulaði músin út af fyrir sig algjörlega undir væntingum 🙂
Þessi eftirréttur eru jólin í mínum huga og þess vegna má segja að uppskriftin sé jólagjöfin (snemma á ferðinni) frá mér til ykkar allra 🙂
Verði ykkur að góðu
Ingibjörg Ringsted
Smellið hér til að lesa uppskriftina.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit