Freisting
Indverskir dagar og Bollywood stemning á Grand Hótel Reykjavík

Það verður indversk stemning ríkjandi um miðjan september á Grand Hótel Reykjavík. Dagana 17. til 24. september verða Indverskir dagar með tilheyrandi indverskum mat og Bollywood kvikmyndasýningum. Framandi menningarheimur Indlands verður ríkjandi í öllum kimum hótelsins.
Gestakokkar frá Indlandi verða á staðnum og laða fram kryddaðar og framandi kræsingar að indverskum hætti við seiðandi tónlist frá Austurlöndum.
Bollywoodkvikmyndir njóta gríðarlega vinsælda í Indlandi og eru hundruðir kvikmynda framleiddar þar á hverju ári. Á Indversku dögunum verða til sýnis nokkrar áhugaverðar og án efa skemmtilegar bíómyndir þar sem bollywoodstjörnur Indlands syngja og dansa af sinni einstöku snilld.
Smellið hér til að lesa ýtarlegri upplýsingar um hátíðina.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





