Freisting
Indverskir dagar á Grand Hotel

Síðastliðinn föstudag var fulltrúa frá Freisting.is boðið að koma og smakka á Indverskum veigum í hádeginu, þar sem ég var á vakt kom það í minn hlut að mæta.
Það sem var á hlaðborðinu var 2 tegundir af salati, hrísgrjón, kartöflur og blómkál soðið í turmerick, linsubaunir lamb Karma, kjúklingur í karrý og grænmeti í indverskri sósu, úrval af brauði og desertborð með indverskum réttum og úrvali feskra ávaxta. Í upphafi var borin á borð seyði úr tómat og myntu. Allt smakkaðist þetta með ágætum og geta Grand menn verið sáttir með þessa uppákomu.

Einnig voru dansatriði frá Bollywood og var virkilega gaman að fylgjast með þeim og gaf góða fyllingu í hádegið.
Meðan ég sat var ég var við að þjónarnir þurftu trekk í trekk að visa frá gestum þar sem salurinn var fullsetinn og gott betur og sýnir að það er töluvert stór hópur sem er tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og ætti það að hvetja Grandmenn til dáða og koma með fleiri þjóðarkynningar.









-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





