Vertu memm

Freisting

Indverskir dagar á Grand Hotel

Birting:

þann

Síðastliðinn föstudag var fulltrúa frá Freisting.is boðið að koma og smakka á Indverskum veigum í hádeginu, þar sem ég var á vakt kom það í minn hlut að mæta.

Það sem var á hlaðborðinu var 2 tegundir af salati, hrísgrjón, kartöflur og blómkál soðið í turmerick, linsubaunir lamb Karma, kjúklingur í karrý og grænmeti í indverskri sósu, úrval af brauði og desertborð með indverskum réttum og úrvali feskra ávaxta. Í upphafi var borin á borð seyði úr tómat og myntu.  Allt smakkaðist þetta með ágætum og geta Grand menn verið sáttir með þessa uppákomu.

Einnig voru dansatriði frá Bollywood og var virkilega gaman að fylgjast með þeim og gaf góða fyllingu í hádegið.

Meðan ég sat var ég var við að þjónarnir þurftu trekk í trekk að visa frá gestum þar sem salurinn var fullsetinn og gott betur og sýnir að það er töluvert stór hópur sem er tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og ætti það að hvetja Grandmenn til dáða og koma með fleiri þjóðarkynningar.

 

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið