Freisting
Indversk matreiðsla í Veisluturninum
|
|
Brá mér síðastliðið miðvikudagskvöld í Veisluturninn í Kópavogi en þar ætlaði Yesmine Olsson að sýna í orði og á borði nokkra rétti úr bókunum sínum.
Rúmlega 30 manns voru mættir og uppsetning á námskeiðinu fín, stórt sýningartjald, videómyndavél niður á bretti og eldavél sýndi þeim sem sátu aftar í salnum hvað um var að vera auk þess var Yesmine með hljóðnema þannig að vel heyrðist í henni, fínar græjur þarna innandyra!
Yesmine stiklaði á uppruna sínum og tengingu við hollan og næringarríkan mat, enda einkaþjálfari og næringarráðgjafi hér á ferð auk þess sem fyrrverandi fitness keppandi.
Hún tók fyrir 7 uppskriftir þessa kvöldstund, hver annari betri, auðveldar en mjög bragðgóðar (gefið var smakk í lokin). Farið var í gegnum indverskt lambalæri, Harissa hunangs kjúkling, indverskan hrísgrjónarétt, Aloo Dam karrýkartöflur, döðlu og kóriander chutney, Naan brauð og Naan Peshwari (fylltur hálfmáni) og ég get upplýst lesendur að þetta var algjört nammi, fallegur matur og bragðgóður.
Get mælt með svona kvöldstund, þarna voru vinnufélagar og matarklúbbur samankomin til að læra nýja hluti og gestir mjög ánægðir með kvöldið allavega þá sem ég talaði við.
Læt nokkrar myndir af kvöldinu fylgja með en lesa má um námskeiðið inná heimasíðu Veisluturnsins. Flott framtak, takk fyrir kvöldið.
Myndasafn:
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
–>> Almennar myndir / Indversk matreiðsla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






