Frétt
Íhuga lokun Íslendingahótels í Austurríki vegna afbókana
Guðvarður Gíslason hótel- og veitingamaður hefur ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirunnar á rekstur hans, en hann rekur skíðahótelið Skihotel Speiereck í bænum St. Michael im Lungau í Austurríki og Gamla bíó hér heima á Íslandi.
Skíðahótelið keypti hann í desember síðastliðnum ásamt félögum sínum Árna Rúdólfi Rúdólfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni og sáu þeir fram á líf og fjör þar um páskana. Eins og staðan er núna er ólíklegt að svo verði.
Sjá einnig: Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum
„Hótelið í Austurríki hefur verið þekkt fyrir að vera heimavöllur Íslendinga og það hafa verið afbókanir undanfarið. Ástæðan er nú ekki hræðsla við veiruna sem slíka, enda hefur ekki komið upp neitt tilfelli á því svæði og fullt að gera í brekkunum.
Það er meira það að fólk er ekki tilbúið að fara í viku til útlanda og lenda síðan í tveggja vikna stoppi, þá geturðu alveg farið í þriggja vikna frí í Karabíska hafinu,“
segir Guðvarður kíminn í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=126945598756144″ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







