Frétt
Íhuga lokun Íslendingahótels í Austurríki vegna afbókana
Guðvarður Gíslason hótel- og veitingamaður hefur ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirunnar á rekstur hans, en hann rekur skíðahótelið Skihotel Speiereck í bænum St. Michael im Lungau í Austurríki og Gamla bíó hér heima á Íslandi.
Skíðahótelið keypti hann í desember síðastliðnum ásamt félögum sínum Árna Rúdólfi Rúdólfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni og sáu þeir fram á líf og fjör þar um páskana. Eins og staðan er núna er ólíklegt að svo verði.
Sjá einnig: Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum
„Hótelið í Austurríki hefur verið þekkt fyrir að vera heimavöllur Íslendinga og það hafa verið afbókanir undanfarið. Ástæðan er nú ekki hræðsla við veiruna sem slíka, enda hefur ekki komið upp neitt tilfelli á því svæði og fullt að gera í brekkunum.
Það er meira það að fólk er ekki tilbúið að fara í viku til útlanda og lenda síðan í tveggja vikna stoppi, þá geturðu alveg farið í þriggja vikna frí í Karabíska hafinu,“
segir Guðvarður kíminn í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=126945598756144″ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora