Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Iðunn Sigurðardóttir keppir í Euro Skills í Gautaborg

Birting:

þann

Iðunn Sigurðardóttir

Iðunn Sigurðardóttir

Euro Skills keppnin fer fram dagana 1. – 3. desember nk. í Gautaborg.  Keppnin er haldin annað hvert ár á móti World Skills keppninni.  Keppnin í ár er haldin í Gautaborg og koma keppendur víða að frá Evrópulöndunum. Nú fara sjö keppendur frá Ísland út og keppa þau í jafnmörgum greinum. Reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.

Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS, standa fyrir þátttöku Íslands í Euro Skills keppninni í matreiðslu ásamt Verkiðn.

Hafliði Halldórsson og Iðunn Sigurðardóttir

Hafliði Halldórsson og Iðunn Sigurðardóttir

Iðunn Sigurðardóttir keppir fyrir hönd Íslands.  Iðunn lauk sveinsprófi í desember 2015. Hún var matreiðslunemi á Fiskfélaginu og meistari hennar var Lárus Gunnar Jónasson. Hún var með hæstu einkunn á sveinsprófi árið 2015 og fékk verðlaun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Iðunn tók þátt í Norrænu nemakeppninni í matreiðslu árið 2014 og eins tók hún þátt í Norrænni keppni ungra matreiðslumanna í Danmörku í apríl sl.  Iðunn er yfirmatreiðslumaður á Matarkjallaranum og hóf störf þar í maí sl.

Keppni í Gautaborg stendur yfir í þrjá daga. Verkefnin í keppninni eru eftirfarandi:

  • Anda galantine.
  • Eftirréttur þar sem megin hráefnið er marsipan.
  • Fiskréttur í forrétt,  hráefnið er óþekkt.
  • Skelfisréttur, þar sem meginhráefnið er „Euorpean lobster“.
  • Aðalréttur, aðalhráefni er kjöt sem er óþekkt. Keppendur skera fyrir.
  • Heitt og kalt fingurfæði.
  • Kex eða smákökur með ávaxtasalati.

Þjálfari og dómari er Hafliði Halldórsson matreiðslumaður.

 

Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið