Bjarni Gunnar Kristinsson
Iðunn Sigurðardóttir keppir í Euro Skills í Gautaborg
Euro Skills keppnin fer fram dagana 1. – 3. desember nk. í Gautaborg. Keppnin er haldin annað hvert ár á móti World Skills keppninni. Keppnin í ár er haldin í Gautaborg og koma keppendur víða að frá Evrópulöndunum. Nú fara sjö keppendur frá Ísland út og keppa þau í jafnmörgum greinum. Reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.
Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS, standa fyrir þátttöku Íslands í Euro Skills keppninni í matreiðslu ásamt Verkiðn.
Iðunn Sigurðardóttir keppir fyrir hönd Íslands. Iðunn lauk sveinsprófi í desember 2015. Hún var matreiðslunemi á Fiskfélaginu og meistari hennar var Lárus Gunnar Jónasson. Hún var með hæstu einkunn á sveinsprófi árið 2015 og fékk verðlaun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Iðunn tók þátt í Norrænu nemakeppninni í matreiðslu árið 2014 og eins tók hún þátt í Norrænni keppni ungra matreiðslumanna í Danmörku í apríl sl. Iðunn er yfirmatreiðslumaður á Matarkjallaranum og hóf störf þar í maí sl.
Keppni í Gautaborg stendur yfir í þrjá daga. Verkefnin í keppninni eru eftirfarandi:
- Anda galantine.
- Eftirréttur þar sem megin hráefnið er marsipan.
- Fiskréttur í forrétt, hráefnið er óþekkt.
- Skelfisréttur, þar sem meginhráefnið er „Euorpean lobster“.
- Aðalréttur, aðalhráefni er kjöt sem er óþekkt. Keppendur skera fyrir.
- Heitt og kalt fingurfæði.
- Kex eða smákökur með ávaxtasalati.
Þjálfari og dómari er Hafliði Halldórsson matreiðslumaður.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit