Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
Sex veitingastaðir eru í mathöllinni í Glerártorgi á Akureyri sem opnar í dag. Áætlað er að hafa opið til klukkan um það bil níu eða tíu á kvöldin. Veitingastaðirnir sex eru eftirfarandi:
Lacuisine – franskt bistro
Oshi – sushi
Retro chicken, þar sem djúpsteiktur kjúklingur er á boðstólum
Fuego taqueria – mexíkanskur veitingastaður
Strýtan – kaffihús og kokteilabar með skandinavísku ívafi
Pizza Popolare – sem líkt og nafnið gefur til kynna er pizzastaður
Rekstraraðilar mathallarinnar eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson en þeir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar. Guðmundur hefur verið kokkur í 22 ár og Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Gott úrval í mathöllinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars