Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
Sex veitingastaðir eru í mathöllinni í Glerártorgi á Akureyri sem opnar í dag. Áætlað er að hafa opið til klukkan um það bil níu eða tíu á kvöldin. Veitingastaðirnir sex eru eftirfarandi:
Lacuisine – franskt bistro
Oshi – sushi
Retro chicken, þar sem djúpsteiktur kjúklingur er á boðstólum
Fuego taqueria – mexíkanskur veitingastaður
Strýtan – kaffihús og kokteilabar með skandinavísku ívafi
Pizza Popolare – sem líkt og nafnið gefur til kynna er pizzastaður
Rekstraraðilar mathallarinnar eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson en þeir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar. Guðmundur hefur verið kokkur í 22 ár og Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Gott úrval í mathöllinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






