Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
Sex veitingastaðir eru í mathöllinni í Glerártorgi á Akureyri sem opnar í dag. Áætlað er að hafa opið til klukkan um það bil níu eða tíu á kvöldin. Veitingastaðirnir sex eru eftirfarandi:
Lacuisine – franskt bistro
Oshi – sushi
Retro chicken, þar sem djúpsteiktur kjúklingur er á boðstólum
Fuego taqueria – mexíkanskur veitingastaður
Strýtan – kaffihús og kokteilabar með skandinavísku ívafi
Pizza Popolare – sem líkt og nafnið gefur til kynna er pizzastaður
Rekstraraðilar mathallarinnar eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson en þeir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar. Guðmundur hefur verið kokkur í 22 ár og Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Gott úrval í mathöllinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði