Vertu memm

Markaðurinn

Icelandic Lamb tilnefnt til Emblu matarverðlaunanna í flokki kynningarherferða og matarblaðamennsku

Birting:

þann

Icelandic lamb - LogoDómnefnd hefur tilnefnt fulltrúa frá Íslandi til Embluverðlaunanna sem verða veitt í Kaupmannahöfn 24. ágúst á sama tíma og ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna fer fram þar í borg, Copenhagen Cooking.

Embla er heitið á norrænum matarverðlaunum sem öll bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina og verða nú veitt í fyrsta sinn.

Tilnefning Icelandic Lamb er í flokknum: Kynningarherferð / Matarblaðamennska. Markaðsfærsla og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar.

Tilnefningin er afar mikilvæg staðfesting á starfi við markaðssetningu og vöruþróun á íslenskum sauðfjárafurðum og treystir vörumerki Icelandic Lamb í sessi.

Í dómnefndinni sitja þau Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari í Hörpu og Brynja Laxdal, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið