Vertu memm

Markaðurinn

Icelandic Lamb tilnefnt til Emblu matarverðlaunanna í flokki kynningarherferða og matarblaðamennsku

Birting:

þann

Icelandic lamb - LogoDómnefnd hefur tilnefnt fulltrúa frá Íslandi til Embluverðlaunanna sem verða veitt í Kaupmannahöfn 24. ágúst á sama tíma og ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna fer fram þar í borg, Copenhagen Cooking.

Embla er heitið á norrænum matarverðlaunum sem öll bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina og verða nú veitt í fyrsta sinn.

Tilnefning Icelandic Lamb er í flokknum: Kynningarherferð / Matarblaðamennska. Markaðsfærsla og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar.

Tilnefningin er afar mikilvæg staðfesting á starfi við markaðssetningu og vöruþróun á íslenskum sauðfjárafurðum og treystir vörumerki Icelandic Lamb í sessi.

Í dómnefndinni sitja þau Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari í Hörpu og Brynja Laxdal, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið