Eldlinan
Icelandic Fish & Chips eitt best geymda leyndarmálið
ICELANDIC FISH & CHIPS er veitingastaður sem er staðsettur í Tryggvagaötu 8 og er eitt best geymda leyndarmálið í matarmenningu Reykjavíkur þar er að finna góðan fisk matreiddan á mjög vel og hollan máta sem bragðlaukunum mínum finnst sko ekkert að, og er ég þó ekkert mikið fyrir fisk og kartöflur.
Blandan er mikil af fólki sem sækir þennan góða stað og útlendingarnir elska þennan stað og hlýtur að það að vera gaman fyrir eigendur að fá hrós eins og ég heyrði á meðan ég staldraði þarna við frá Bresku pari sem var að snæða og talaði um hvað þeim þætti þetta æðislega gott enda er nú Fish & Chips nú hreinlega fundið upp í Bretlandi svo ég best viti, en allvega þá villdi ég deila þessu með ykkur á blogginu mínu og bara svona fá ykkur til að borða eitthvað annað en óhollan skyndabita
Eina sem ég er óhress með hjá ICELANDIC FISH & CHIPS er netsíðan þeirra sem, opnar innan skamms , en þetta er búið að vera svona síðan þið byrjuðuð með staðinn skam skamm og koma svo, setja síðuna í gang svo fólk sem er að spá geti skoðað matseðilinn og fengið vatn i munninn og brennt til ykkar í Tryggvagötuna til að snæða.
En um að gera á meðan að netsíðan er ennþá í vinnslu, fyrir ykkur hin að fara og prófa, þetta er ódýrara en Mcviðbjóður osfv, svo ég tala nú ekki um miklu hollara og miklu betra.
Og til að svara þeim sem efins eru , Nei ég á ekkert í staðnum og kem ekkert nálægt rekstrinum, hehe það er bara gaman að mæla með einhverju sem gott er, og vel er gert.
Bon appetit.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí