Vertu memm

Freisting

Icelandic Dining After the Collapse

Birting:

þann


Panorama

Þannig er fyrirsögn á grein þessa fræga matargagnrýnanda um veitingastaði í Reykjavík í dag.  Raymond er fæddur í Detroit Michigan í Bandaríkjunum nam sín fræði í Harvard og Fullbright.  Hann hefur unnið meðal annars fyrir Newsweek, New York Times og Wall Street Journal og síðastliðin 38 ár hefur hann skrifað um mat.

Í þessari ferð prófaði hann 4 staði það er Pamorama, Vox, Sjávarkjallarann og Þrjá Frakka og kemur hér stuttleg þýðing á hans viðhorfi til áðurnefndra staða.

Panorama Hotel Arnarhvoll
Hann dásamar útsýni staðarins, sem verður að viðurkennast að er með því betra sem í boði er, en að matnum segir hann að Panorama menn með Eyjólf Gest Ingólfsson í farabroddi, gefur sig út fyrir að vera með eldhús sem lifir í núinu ( up to date ), sem er vörumerki Katanalóníu stjörnukokksins sjálfs  Ferran Adria á El Bulli og segir hann að Eyjó og félagar séu ekki feimnir við að feta þá línu og ekki dónalegt að vera líkt við Spánverjann, hann hrósar Bleikjunni með stökku roði sellerírótarmauki og froðu en nefnir í sömu andrá að froða sé að verða svolítið gamalsdags.

Sjávarkjallarinn
Hann ber staðnum ekki góða sögu segist aldrei hafa fengið svo stóran skammt af humri að undrun sætti, segir þjónustustúlkuna hafa þvingað upp á sig rándýru víni og segir í lokin að þar sé á ferð hrokafull gildra sem berist að forðast, ljótt að heyra.

Vox Hilton Nordica
Kalt viðmót, já jaðraði við smá hroka, en maturinn var frábær undir stjórn þáverandi yfirmatreiðslumanns staðarins Gunnar Karls Gíslassonar í nútímalegri eldamennsku, bragðaði hann á lunda og hreindýri og lét vel af eins og áður sagt.

Þrír Frakkar
Hann hrósar matnum í hásterti og segir að þarna eigi maður að fara og borða, þegar ekki er verið að elta tískusveiflur í matargerðinni, fékk marineraðan lunda, hrossalund og skyr créme brullée og var hann hrifnastur af lundinni og alveg til í að borða hana aftur.

Auglýsingapláss

Mikill fengur er fyrir veitingageirann að fá svona hlutlaust álit á stöðu mála og þeir sem fá lélega krítik verða bara að fara í naflaskoðun og komast að rót vandans og leysa því Raymond er ekki síðast matskríbentinn sem skrifar um íslenska veitingastaði.

Smellið hér til að lesa greinina í heild sinni og eins er hægt að skoða fleiri myndir.

Mynd: Kristinn Ingvarsson | Texti: Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið