Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014
Þetta er níunda hótelið í keðjunni Icelandair hotels en hin eru Klaustur, Hérað, Akureyri, Hamar, Marina, Natura, Keflavik og Flúðir.
Hótelið verður rekið af þeim hjónum Elías Guðmundssyni og Vilborgu Smáradóttur en þau hafa rekið Hótel Eddu í Vík, sem og Víkurskála og veitingastaðinn Ströndin frá árinu 2008, þannig að reynsla og þekking á staðháttum er til staðar. Elías sem er menntaður tæknifræðingur frá Tæknifræðiskólanum var um tíma hótelstjóri á Hótel Selfossi sem á þeim tíma var inni í áðurnefndri keðju.
Þetta er samt stórt stökk sem þau taka en nýja hótelið verður með 36 herbergi og nýjan 1 flokks veitingastað sem fær nafnið Berg, einnig verða þau áfram með Hótel Eddu með 42 herbergi og morgunverðarsal og auðvitað Víkurskála og Ströndina, þá er þau komin með rekstur beggja vegna við þjóðveg 1 í Vík.
Verður gaman að heimsækja þau í vor og sjá breytingarnar með eigin augum og tilfinningum.
Við hjá veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með stækkunina og alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn












