Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014
Þetta er níunda hótelið í keðjunni Icelandair hotels en hin eru Klaustur, Hérað, Akureyri, Hamar, Marina, Natura, Keflavik og Flúðir.
Hótelið verður rekið af þeim hjónum Elías Guðmundssyni og Vilborgu Smáradóttur en þau hafa rekið Hótel Eddu í Vík, sem og Víkurskála og veitingastaðinn Ströndin frá árinu 2008, þannig að reynsla og þekking á staðháttum er til staðar. Elías sem er menntaður tæknifræðingur frá Tæknifræðiskólanum var um tíma hótelstjóri á Hótel Selfossi sem á þeim tíma var inni í áðurnefndri keðju.
Þetta er samt stórt stökk sem þau taka en nýja hótelið verður með 36 herbergi og nýjan 1 flokks veitingastað sem fær nafnið Berg, einnig verða þau áfram með Hótel Eddu með 42 herbergi og morgunverðarsal og auðvitað Víkurskála og Ströndina, þá er þau komin með rekstur beggja vegna við þjóðveg 1 í Vík.
Verður gaman að heimsækja þau í vor og sjá breytingarnar með eigin augum og tilfinningum.
Við hjá veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með stækkunina og alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita