Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014
Þetta er níunda hótelið í keðjunni Icelandair hotels en hin eru Klaustur, Hérað, Akureyri, Hamar, Marina, Natura, Keflavik og Flúðir.
Hótelið verður rekið af þeim hjónum Elías Guðmundssyni og Vilborgu Smáradóttur en þau hafa rekið Hótel Eddu í Vík, sem og Víkurskála og veitingastaðinn Ströndin frá árinu 2008, þannig að reynsla og þekking á staðháttum er til staðar. Elías sem er menntaður tæknifræðingur frá Tæknifræðiskólanum var um tíma hótelstjóri á Hótel Selfossi sem á þeim tíma var inni í áðurnefndri keðju.
Þetta er samt stórt stökk sem þau taka en nýja hótelið verður með 36 herbergi og nýjan 1 flokks veitingastað sem fær nafnið Berg, einnig verða þau áfram með Hótel Eddu með 42 herbergi og morgunverðarsal og auðvitað Víkurskála og Ströndina, þá er þau komin með rekstur beggja vegna við þjóðveg 1 í Vík.
Verður gaman að heimsækja þau í vor og sjá breytingarnar með eigin augum og tilfinningum.
Við hjá veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með stækkunina og alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….