Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014
Þetta er níunda hótelið í keðjunni Icelandair hotels en hin eru Klaustur, Hérað, Akureyri, Hamar, Marina, Natura, Keflavik og Flúðir.
Hótelið verður rekið af þeim hjónum Elías Guðmundssyni og Vilborgu Smáradóttur en þau hafa rekið Hótel Eddu í Vík, sem og Víkurskála og veitingastaðinn Ströndin frá árinu 2008, þannig að reynsla og þekking á staðháttum er til staðar. Elías sem er menntaður tæknifræðingur frá Tæknifræðiskólanum var um tíma hótelstjóri á Hótel Selfossi sem á þeim tíma var inni í áðurnefndri keðju.
Þetta er samt stórt stökk sem þau taka en nýja hótelið verður með 36 herbergi og nýjan 1 flokks veitingastað sem fær nafnið Berg, einnig verða þau áfram með Hótel Eddu með 42 herbergi og morgunverðarsal og auðvitað Víkurskála og Ströndina, þá er þau komin með rekstur beggja vegna við þjóðveg 1 í Vík.
Verður gaman að heimsækja þau í vor og sjá breytingarnar með eigin augum og tilfinningum.
Við hjá veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með stækkunina og alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: aðsendar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir