Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014

Birting:

þann

Icelandair Hótel Vík

Þetta er níunda hótelið í keðjunni Icelandair hotels en hin eru Klaustur, Hérað, Akureyri, Hamar, Marina, Natura, Keflavik og Flúðir.

Elias Guðmundsson

Elias Guðmundsson

Vilborg Smáradóttir

Vilborg Smáradóttir

Hótelið verður rekið af þeim hjónum Elías Guðmundssyni og Vilborgu Smáradóttur en þau hafa rekið Hótel Eddu í Vík, sem og Víkurskála og veitingastaðinn Ströndin frá árinu 2008, þannig að reynsla og þekking á staðháttum er til staðar. Elías sem er menntaður tæknifræðingur frá Tæknifræðiskólanum var um tíma hótelstjóri á Hótel Selfossi sem á þeim tíma var inni í áðurnefndri keðju.

Þetta er samt stórt stökk sem þau taka en nýja hótelið verður með 36 herbergi og nýjan 1 flokks veitingastað sem fær nafnið Berg, einnig verða þau áfram með Hótel Eddu með 42 herbergi og morgunverðarsal og auðvitað Víkurskála og Ströndina, þá er þau komin með rekstur beggja vegna við þjóðveg 1 í Vík.

Verður gaman að heimsækja þau í vor og sjá breytingarnar með eigin augum og tilfinningum.

Við hjá veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með stækkunina og alls hins besta í framtíðinni.

 

Myndir: aðsendar

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið