Sigurður Már Guðjónsson
„Í veitingabransanum snýst þetta mjög mikið um stöðugleika“

Birgir Þór Bieltvedt ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino’s í Evrópu, í tilefni af opnun á Domino’s í Noregi
„Fólk getur verið með fullt af góðum hugmyndum en lykillinn er reksturinn. Í veitingabransanum snýst þetta mjög mikið um stöðugleika,“
segir Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Morgunblaðið, sem á undanförnum árum hefur látið mjög að sér kveða í veitingarekstri hér á landi og erlendis.
Eftir að hafa meðal annars átt þátt í því að endurskipuleggja rekstur Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og sett af stað Domino’s Pizza í Þýskalandi, sneri Birgir heim nokkru eftir efnahagshrun og keypti ásamt fjárfestum rekstur Domino’s á Íslandi.
Sjá einnig: Domino’s var engin mjólkurkýr
Í ViðskiptaMogganum í dag rekur Birgir uppbyggingu fyrirtækja í kringum rekstur vinsælla veitingastaða sem telja meðal annars Joe & the Juice, Gló, Snaps, Brauð & Co, Jómfrúna og nú síðast Café Paris og væntanlegan Hard Rock Café veitingastað í Lækjargötu.
Greint frá á mbl.is
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt5 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Starfsmannavelta18 klukkustundir síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir