Sigurður Már Guðjónsson
„Í veitingabransanum snýst þetta mjög mikið um stöðugleika“

Birgir Þór Bieltvedt ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino’s í Evrópu, í tilefni af opnun á Domino’s í Noregi
„Fólk getur verið með fullt af góðum hugmyndum en lykillinn er reksturinn. Í veitingabransanum snýst þetta mjög mikið um stöðugleika,“
segir Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Morgunblaðið, sem á undanförnum árum hefur látið mjög að sér kveða í veitingarekstri hér á landi og erlendis.
Eftir að hafa meðal annars átt þátt í því að endurskipuleggja rekstur Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og sett af stað Domino’s Pizza í Þýskalandi, sneri Birgir heim nokkru eftir efnahagshrun og keypti ásamt fjárfestum rekstur Domino’s á Íslandi.
Sjá einnig: Domino’s var engin mjólkurkýr
Í ViðskiptaMogganum í dag rekur Birgir uppbyggingu fyrirtækja í kringum rekstur vinsælla veitingastaða sem telja meðal annars Joe & the Juice, Gló, Snaps, Brauð & Co, Jómfrúna og nú síðast Café Paris og væntanlegan Hard Rock Café veitingastað í Lækjargötu.
Greint frá á mbl.is
Mynd: aðsend

-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni2 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt4 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan