Frétt
Hversu margir ætla að borða skötu í ár? – Áhrifa Covid gætir enn á skötuát landans
Útlit er fyrir að Covid faraldurinn muni koma niður á skötuáti landsmanna annað ári í röð en einungis 30% segjast ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu þetta árið, en þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun MMR, Markaðs og miðlarannsóknir ehf.

Spurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 91,3% afstöðu til spurningarinnar.
Mynd: mmr.is
Var hið sama uppi á teningnum í fyrra en skötuát Íslendinga hafði mælst stöðugt í 35-38% á árunum 2014 til 2019, áður en faraldurinn hófst. Alls hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla í skötu lækkað um 12 prósentustig frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.
Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 20. desember 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.051 einstaklingur, 18 ára og eldri.
Könnunina í heild sinni er hægt að skoða hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt14 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






