Frétt
Hversu margir ætla að borða skötu í ár? – Áhrifa Covid gætir enn á skötuát landans
Útlit er fyrir að Covid faraldurinn muni koma niður á skötuáti landsmanna annað ári í röð en einungis 30% segjast ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu þetta árið, en þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun MMR, Markaðs og miðlarannsóknir ehf.
Var hið sama uppi á teningnum í fyrra en skötuát Íslendinga hafði mælst stöðugt í 35-38% á árunum 2014 til 2019, áður en faraldurinn hófst. Alls hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla í skötu lækkað um 12 prósentustig frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.
Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 20. desember 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.051 einstaklingur, 18 ára og eldri.
Könnunina í heild sinni er hægt að skoða hér.
Mynd: úr safni
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi