Frétt
Hversu margir ætla að borða skötu í ár? – Áhrifa Covid gætir enn á skötuát landans
Útlit er fyrir að Covid faraldurinn muni koma niður á skötuáti landsmanna annað ári í röð en einungis 30% segjast ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu þetta árið, en þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun MMR, Markaðs og miðlarannsóknir ehf.

Spurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 91,3% afstöðu til spurningarinnar.
Mynd: mmr.is
Var hið sama uppi á teningnum í fyrra en skötuát Íslendinga hafði mælst stöðugt í 35-38% á árunum 2014 til 2019, áður en faraldurinn hófst. Alls hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla í skötu lækkað um 12 prósentustig frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.
Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 20. desember 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.051 einstaklingur, 18 ára og eldri.
Könnunina í heild sinni er hægt að skoða hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri