Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er þessi Viceman?
Fertugasti þátturinn er kominn út í Happy Hour hlaðvarpinu á vefnum viceman.is og það var Viceman sjálfur sem settist í stól viðmælanda.
Sá sem settist í stól Viceman sem spyrill var snillingurinn Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson eða Hjörvar eins og hann er oftast kallaður. Hjörvar semur meðal annars spurningar fyrir þáttaröðina Bjórdælan sem er að finna í Happy Hour.
Það var Hjörvar sjálfur sem hafði frumkvæðið enda hafði hann lengi langaði til að fá að spreyta sig sem spyrill í podcast þætti. Kom hann þá með þá hugmynd að hann skyldi fá að stjórna Happy Hour og láta Viceman í viðmælenda sætið og rekja sögu hans eins og gjarnan er gert í þáttunum.
Upptakan er frá því í desember á síðasta ári en hún var að mestu leyti gerð til gamans og engin sérstök áætlun um að birta hana. Það var óhjákvæmilegt að komast hjá því að birta upptökuna með Hjörvari og Viceman og þá sérstaklega fyrir spyrils hæfileika Hjörvars.
Síðan Happy Hour fór í loftið í október 2019 hafa margir spurt sig þeirra spurningar “Hver er þessi Viceman?”
Þeirri spurningu er svarað í þættinum Takeover hér að neðan:
Mynd: viceman.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn







