Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Vilhjálmur: „Er opin bók, þeir sem þekkja mig vita allt um mig“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Sigurbjörg skoraði á Vilhjálm að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn
Vilhjálmur Arndal Axelsson.
Fæðingardagur og ár
6. janúar 1984.
Áhugamál
Matreiðsla, fluguveiði og hestarnir mínir.
Maki og börn
Nei ekkert að gerast þar.
Hvar lærðir þú?
Byrjaði á Glóðinni í Keflavík, en klárað matreiðslunámið á Hótel Geysir í Haukadal.
Núverandi starf?
Kongsvold Fjeldstue í Noregi. Kem svo aftur á Fiskmarkaðinn í nóvember.
Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Það er svo margt sem ég elska að elda með. Of mikið til að telja upp.
Segðu eitthvað sem enginn veit um þig?
Er opin bók, þeir sem þekkja mig vita allt um mig.
Helstu veikleikar í starfi?
Óþolinmóður og enda með að gera hlutina sjálfur.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu?
Gefið manneskju hnetu sem hefur hnetuofnæmi.
Hvaða persóna er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Nópelshafarnir í læknisfræði Edvard Moser og May-Britt Moser.
Hvaða skyndibitastaðurinn er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Mandi, gott eftir langa vakt og stutt að fara. Og strákarnir vel ruglaðir þar kl 1 á nóttinni.
Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inn í eldhús?
Að vigta heila máltíð fyrir gest, á einhverjum kúr, í miðri hópa keyrslu.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
16/17 tímar, ábyggilega Þorláksmessu á Hótel Borg.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu?
Steikarpannan, hnifur og pinnsettan.
Besti matur sem ég hef smakkað?
Ostrugel með krækling á Maaemo í Oslí eins og öll máltíðin, Madison Eleven close second.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingageiranum hvað værir þú að gera þá?
Ábyggilega smiður, flest allir smiðir í fjölskyldunni.
Hver er uppáhalds fagmaður í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Það eru nokkrir en Axels Björn Clausen stendur upp úr, fáranlega flottur karakter og svo hefur hann flotta nálgun og hugsun á mat, og fær fólkið í kringum sig til stíga upp.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Kolbrún Hólm á Deplar Farm fyrir norðan. Hún er búin að vera gera skemmtilega hluti undafarin ár, væri gaman að heyra frá henni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt