Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Pétur: „Geri ekki mistök, alltaf hinum að kenna“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Fannar skoraði á Pétur að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Pétur Þórðarson
Fæðingardagur og ár?
30.11.1972
Áhugamál?
Golf, knattspyrna, ferðast, matur.
Maki og Börn?
Maki; Bryndís Eva Sigurðardóttir. Börn; Viktoría Rán, Michael, Hrefna Karítas. Barnabarn Mattías Máni.
Hvar lærðir þú?
Café Óperu og Grand Hótel. Lærði matreiðslu.
Starf:
Yfirkokkur á eina Golf resorti á Íslandi, Hótel Hamar, Borgarnesi.
Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Mathús Garðabæjar og Óx.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Geri ekki mistök, alltaf hinum að kenna.
Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Hvort að það væri hægt að fá óþeyttan rjóma þar sem að manneskjan var með ofnæmi fyrir þeyttum.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Að komast í gegnum vaktina ennþá standandi í lappirnar, maður er ekkert að yngjast.
Hvað er eftirminnilegast í vinnunni fram að þessu?
Ekki margt sem að ég vill birta á alheimsnetinu. Ég man reyndar hvað það var auðvelt að manna vaktina í eldhúsinu þegar von var á Heston í mat.
Ef þú mættir bjóða einhverjum fjórum aðilum í mat hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Marco Pierre, Jason Statham, Siggu Beinteins og Steven Gerrard. Saltað hrossakjöt með uppstúf og kartöflum.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Vel yfir 20 tímar í veitingabransanum en lengsta vakt sem ég hef tekið er rúmlega 2 sólahringar í loðnu löndun fyrir margt löngu.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Hnífurinn.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Ætli ég væri ekki bara arkitekt eða rokkstjarna.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Michael Pétursson, af því að hann vill alltaf gera eins og pabbi sinn.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






