Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? – Mónika: „Minn uppáhalds réttur á Apótekinu er túnfiskurinn“

Birting:

þann

Mónika Sif Gunnarsdóttir - Apótek

Mónika Sif Gunnarsdóttir

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum.   Viðmælandi okkar að þessu sinni er Mónika Sif Gunnarsdóttir yfirmatreiðslumaður á Apótekinu.

Mónika byrjaði í grunndeildinni í Menntaskólanum í Kópavogi árið 2016…

“ ég vissi í raun alltaf frá því að ég var lítil að mig langaði að vinna sem matreiðslumaður, og mér fannst grunndeildin vera mjög góð byrjun til að kynnast þessu námi.“

Mónika byrjaði snemma sem nemi eftir grunndeildina, en hún lærði fræðin sín á Tapas Barnum og vann þar frá 2017 til 2019 og færði sig yfir á Apótekið til að geta klárað samninginn sinn.  Mónika lauk svo sveinsprófinu um jólin 2020 og var þá stuttu eftir það boðið að leysa af yfirmanns-stöðunni í Pastry á Apótekinu í ár. Eftir það, árið 2021, var henni svo boðin staða yfirkokks í eldhúsinu þar sem Aron, fyrrverandi yfirkokkur, var að fara að opna Tres Locos.  Mónika er núna í meistaranámi.

Mónika Sif Gunnarsdóttir - Apótek

Uppáhalds rétturinn þinn á Apótekinu?
Minn uppáhalds réttur á Apótekinu er túnfiskurinn – léttgrillaður túnfiskur með amarío sósu, avocado mauki, sýrðri vatnsmelónu og ponzu dressingu.  Hann er léttur og ferskur og rosalega fallegur.

Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Minn helsti veiklegi er að ég hef stundum litla trú á mér og hvað ég get gert.

Hvað er mest notað í eldhúsinu þínu?
Án efa hnífurinn.

Mónika Sif Gunnarsdóttir - Apótek

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Ef ég gæti ekki unnið í veitingageiranum, þá væri ég örugglega að vinna í einhverri sköpunarvinnu, eins og fatahönnun, arkitekt eða sem vöruhönnuður.

Hefur þú tekið þátt í fagkeppnum?
Ég tók einu sinni þátt í eftirréttur ársins, það var mjög skemmtileg reynsla.

Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Uppáhalst fagmaðurinn minn í veitingageiranum er Carlos Horacio Gimenez sem er einn af eigendunum á Apótekinu. Hann hefur kennt mér svo margt og hefur svo mikla trú á mér og hann vill að ég læri allt sem hann getur kennt mér. Hann gefur sér góðan tíma að kenna mér og einnig öllum í eldhúsinu, hvernig á að nýta hlutina og vinna með mikið af hráefnum.

Mónika Sif Gunnarsdóttir - Apótek

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið