Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Fannar: „…tvær konur fóru bókstaflega að gráta af því að maturinn var svo góður…“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Almar skoraði á Fannar að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Fannar Vernharðsson
Fæðingardagur og ár?
2. okt. 1981
Áhugamál:
Veiði, matur, jiu jitsu, bjór, mma og fluguhnýtingar.
Maki og Börn?
Sigrún Ingvarsdóttir ljósmóðir.
Kristján Víðir 10, Anna Sigrún 6, Aron Fannar 6 mánaða.
Hvar lærðir þú?
Gamla Apótekinu hjá Guffa, matreiðsla.
Starf:
Yfirkokkur á Mathúsi Gbr.
Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Bæjarins bestu og Grillið.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Nýútskrifaður gaf ég óvart konu með eggjaofnæmi mæjones, það var ekki fallegt, var lítill í mér lengi á eftir.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Justin Bieber.. nei djók, frægt fólk er ömurlegt. Ég spái ekkert í því. Bara skemmtilegast að elda fyrir fólk sem fílar matinn þinn, það sem mér dettur kannski helst í hug er þegar 2 eldri konur í pop up í Finnlandi fóru bókstaflega að gráta af því að maturinn var svo góður, hafði mjög gaman af því.
Hver er erfiðasti réttur sem þú hefur eldað:
Það er ekki neitt sérstakur réttur endilega. Dettur kannski helst í hug þegar ég fékk gestakokk á Food and fun sem var nýkominn frá Bocuse d’or og hann bara skellti bocuse seðlinum á okkur, ekkert nema flækjustig og vesen.
Maggi Þorri eyddi t.d. allri vikunni inná frysti að gera krókettur, vorum örugglega 15 manns á vaktinni en samt unnið myrkranna á milli og á skítafloti.
Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús:
Þjónninn kom til mín og sagði að það væri kona með ofnæmi fyrir mæjónesi en egg og olía væri í lagi, ég náttúrulega benti þjóninum á fáfræði sína að mæjónes væri beisikklý egg og olía. Eftir smá rökræður fer ég og spjalla við kúnnann sem staðfesti þetta en hún gat ekki gefið neina útskýringu á þessu samt, finnst pínu enn þann dag í dag að hún hafi verið að fokka í mér.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Veiða meira
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
19+ tímar á Hilton, fullur veitingastaður og veislur í gangi, uppvaskararnir löbbuðu út um 9 leytið og við strákarnir tókum höggið eftir vakt, hef aldrei séð svona mikið uppvask á ævinni, fæ ennþá martraðir.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Alltaf brjálað að gera hjá ofninum.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Mielcke & Hurtigkarl fannst mér frábært og Mathias Dahlgren líka.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Bruggari.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Pétur Þórðarsson, af því að hann er legend.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur