Frétt
Hvaða meðlæti fá landsmenn sér vanalega með pylsu í pylsubrauði?
Landsmenn halda fast í hefðirnar þegar kemur að pylsuáti en nær fjórðungur fær sér helst eina með öllu. Tómatsósa og steiktur laukur eru vinsælasta meðlætið en skiptar skoðanir eru á því hvort remúlaðið eigi að vera undir eða ofan á pylsunni.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. – 28. júlí 2020. Klassíska meðlætið reyndist ofarlega í huga landsmanna en alls kváðust 91% þeirra sem tóku afstöðu vanalega fá sér tómatsósu með pylsu í pylsubrauði, 85% kváðust fá sér steiktan lauk, 74% pylsusinnep, 66% remúlaði og 60% hráan lauk.
Öllu færri kváðust helst fá sér meðlæti sem kalla mætti óhefðbundið með pylsunni en 18% kváðust fá sér sætt sinnep / gult sinnep, 7% kartöflusalat og 17% tilgreindu eitthvað annað og öllu óhefðbundnara meðlæti.
Mynd: úr safni
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






