Frétt
Hvaða meðlæti fá landsmenn sér vanalega með pylsu í pylsubrauði?
Landsmenn halda fast í hefðirnar þegar kemur að pylsuáti en nær fjórðungur fær sér helst eina með öllu. Tómatsósa og steiktur laukur eru vinsælasta meðlætið en skiptar skoðanir eru á því hvort remúlaðið eigi að vera undir eða ofan á pylsunni.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. – 28. júlí 2020. Klassíska meðlætið reyndist ofarlega í huga landsmanna en alls kváðust 91% þeirra sem tóku afstöðu vanalega fá sér tómatsósu með pylsu í pylsubrauði, 85% kváðust fá sér steiktan lauk, 74% pylsusinnep, 66% remúlaði og 60% hráan lauk.
Öllu færri kváðust helst fá sér meðlæti sem kalla mætti óhefðbundið með pylsunni en 18% kváðust fá sér sætt sinnep / gult sinnep, 7% kartöflusalat og 17% tilgreindu eitthvað annað og öllu óhefðbundnara meðlæti.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd