Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hvaða hótelherbergi finnst þér flottast? Kosning í hámarki um vinsælasta herbergið
Vöruhönnuðir, arkítektar og myndlistarkonur frá Listaháskóla Íslands hafa á undanförnum vikum tekið þátt í hönnunarsamkeppni þar sem fjórum hótelherbergjum á Fosshótel Lind var umbreytt.
Keppendum var frjálst að kaupa efni og húsgögn þar sem þeir kjósa ásamt því að eiga inneignir hjá samstarfsaðilum verkefnisins. Dómnefnd mun dæma hönnun keppenda, en almenningi mun einnig gefast kostur á að velja sitt uppáhalds hönnunarherbergi bæði á netinu og á staðnum.
Nú eru herbergin tilbúin og komið er að kosningunni um vinsælasta herbergið. Hvaða herbergi finnst þér flottast? Einn heppinn aðili, sem kýs sitt uppáhaldsherbergi, fær að launum gjafabréf frá Fosshótelum, gistingu fyrir tvo með morgunverði.
Lið 1 – Hrafntinna, sjá myndir hér.
Lið 2 – Rjúpa, sjá myndir hér.
Lið 3 – Andstæður Íslands, sjá myndir hér.
Lið 4 – Slabb, sjá myndir hér.
Vinningshafinn verður tilkynntur næsta sunnudag og munum við á veitingageirinn.is birta hér úrslitin.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt17 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






