Pistlar
Hvað er súkkat?
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.
Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.
Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate. Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.
Heimildir:
Orðabanki Íslenskrar málstöðvar
Citron hjá NewCROP, Purdue-háskóla
Celebrate Sukkot
Vísindavefurinn
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi