Pistlar
Hvað er súkkat?
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.
Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.
Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate. Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.
Heimildir:
Orðabanki Íslenskrar málstöðvar
Citron hjá NewCROP, Purdue-háskóla
Celebrate Sukkot
Vísindavefurinn
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati