Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvað eiga þessir réttir sameiginlegt: Trippaturnbauti, Hrossaþynnur og Tröllasúruskyrterta?
Matreiðslumeistararnir og veiðifélagarnir Hallgrímur Sigurðarson og Guðmundur H. Helgason verða gestakokkar á villibráðarhlaðborðinu á Kaffi Hólum þann 7. nóvember nk.
Eftirfarandi er matseðill kvöldsins, en allir réttir eiga það sameiginlegt að vera í uppskriftabanka þeirra félaga:
Forréttir
Tvíreykt hangikjöt og chantillykrem
Blóðbergsgrafin gæsabringa borin fram með Feyki
Hægeldað gæsalæri í dökkum Gæðing
Rjúpusúpa með maltöli
Heitreykt gæsabringa ásamt Gretti og sólberjasultu
Gæsalifrarpaté og rifsberjagel
Pipargrafin andabringa og piparostakrem
Heitreykt bleikja og myntumajónes
Anísgrafin bleikja og krækiber
Rækjur í súrsætu grænmeti
Sítrusmarineruð bleikja og sinnepsvinaigrette
Söltuð og reykt nautatunga með piparrótarsósu
Hrossaþynnur með Góðdalsosti og klettasalati
Hreindýrabollur í gráðostasósu
Hreindýrapaté og bláber
Aðalréttartvenna
Hreindýrasteik og trippaturnbauti, ristaðir skógarsveppir, tröllasúra, jarðeplaspjót og „Hólabjór“-soðgljái
Eftirréttur
Tröllasúruskyrterta með skagfirskum berjum
Kaffi og konfekt
Þess má geta að Guðmundur er vel kunnugur á Hólum þar sem hann stundaði BA nám á Ferðamáladeild.
![Kaffi Hólar - Ferðaþjónustan á Hólum](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/10/kaffi-holar-1024x683.jpg)
Kaffi Hólar – Ferðaþjónustan á Hólum.
Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. rekur gestamóttöku, mötuneyti og veitinga- og gistisölu í tengslum við Háskólann á Hólum.
Mynd: Kaffi Hólar – Ferðaþjónustan á Hólum
Húsið opnar með fordrykk kl. 19.15.
Kaffi Hólar bjóða tilboð í gistingu með morgunmat: Eins manns herbergi á kr. 7.500 Tveggja manna herbergi á kr. 14.000
Verð fyrir hlaðborðið er kr. 9.400 á mann.
Tilboð fyrir hópa ef pantað er fyrir 10 eða fleiri. Hægt að klæðskerasauma dagskrá.
Hægt er að panta miða með því að smella hér og fylgja skráningunni.
Það er klárt að fjölmargir sælkerar verða illa svekktir ef ekki verður búið að létta á öllu samkomubanni fyrir 7. nóvember.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita