Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvað eiga þessir réttir sameiginlegt: Trippaturnbauti, Hrossaþynnur og Tröllasúruskyrterta?

Birting:

þann

Matreiðslumeistararnir Hallgrímur Sigurðarson og Guðmundur H. Helgason.

Matreiðslumeistararnir Hallgrímur Sigurðarson og Guðmundur H. Helgason.
Mynd: úr einkasafni

Matreiðslumeistararnir og veiðifélagarnir Hallgrímur Sigurðarson og Guðmundur H. Helgason verða gestakokkar á villibráðarhlaðborðinu á Kaffi Hólum þann 7. nóvember nk.

Eftirfarandi er matseðill kvöldsins, en allir réttir eiga það sameiginlegt að vera í uppskriftabanka þeirra félaga:

Forréttir

Tvíreykt hangikjöt og chantillykrem

Blóðbergsgrafin gæsabringa borin fram með Feyki

Hægeldað gæsalæri í dökkum Gæðing

Rjúpusúpa með maltöli

Heitreykt gæsabringa ásamt Gretti og sólberjasultu

Gæsalifrarpaté og rifsberjagel

Pipargrafin andabringa og piparostakrem

Heitreykt bleikja og myntumajónes

Anísgrafin bleikja og krækiber

Rækjur í súrsætu grænmeti

Sítrusmarineruð bleikja og sinnepsvinaigrette

Söltuð og reykt nautatunga með piparrótarsósu

Hrossaþynnur með Góðdalsosti og klettasalati

Hreindýrabollur í gráðostasósu

Hreindýrapaté og bláber

Aðalréttartvenna

Hreindýrasteik og trippaturnbauti, ristaðir skógarsveppir, tröllasúra, jarðeplaspjót og „Hólabjór“-soðgljái

Eftirréttur

Tröllasúruskyrterta með skagfirskum berjum

Kaffi og konfekt

Þess má geta að Guðmundur er vel kunnugur á Hólum þar sem hann stundaði BA nám á Ferðamáladeild.

Kaffi Hólar - Ferðaþjónustan á Hólum

Kaffi Hólar – Ferðaþjónustan á Hólum.
Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. rekur gestamóttöku, mötuneyti og veitinga- og gistisölu í tengslum við Háskólann á Hólum.
Mynd: Kaffi Hólar – Ferðaþjónustan á Hólum

Húsið opnar með fordrykk kl. 19.15.

Kaffi Hólar bjóða tilboð í gistingu með morgunmat: Eins manns herbergi á kr. 7.500 Tveggja manna herbergi á kr. 14.000

Verð fyrir hlaðborðið er kr. 9.400 á mann.

Tilboð fyrir hópa ef pantað er fyrir 10 eða fleiri. Hægt að klæðskerasauma dagskrá.

Hægt er að panta miða með því að smella hér og fylgja skráningunni.

Það er klárt að fjölmargir sælkerar verða illa svekktir ef ekki verður búið að létta á öllu samkomubanni fyrir 7. nóvember.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið