Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvað eiga þessir réttir sameiginlegt: Trippaturnbauti, Hrossaþynnur og Tröllasúruskyrterta?
Matreiðslumeistararnir og veiðifélagarnir Hallgrímur Sigurðarson og Guðmundur H. Helgason verða gestakokkar á villibráðarhlaðborðinu á Kaffi Hólum þann 7. nóvember nk.
Eftirfarandi er matseðill kvöldsins, en allir réttir eiga það sameiginlegt að vera í uppskriftabanka þeirra félaga:
Forréttir
Tvíreykt hangikjöt og chantillykrem
Blóðbergsgrafin gæsabringa borin fram með Feyki
Hægeldað gæsalæri í dökkum Gæðing
Rjúpusúpa með maltöli
Heitreykt gæsabringa ásamt Gretti og sólberjasultu
Gæsalifrarpaté og rifsberjagel
Pipargrafin andabringa og piparostakrem
Heitreykt bleikja og myntumajónes
Anísgrafin bleikja og krækiber
Rækjur í súrsætu grænmeti
Sítrusmarineruð bleikja og sinnepsvinaigrette
Söltuð og reykt nautatunga með piparrótarsósu
Hrossaþynnur með Góðdalsosti og klettasalati
Hreindýrabollur í gráðostasósu
Hreindýrapaté og bláber
Aðalréttartvenna
Hreindýrasteik og trippaturnbauti, ristaðir skógarsveppir, tröllasúra, jarðeplaspjót og „Hólabjór“-soðgljái
Eftirréttur
Tröllasúruskyrterta með skagfirskum berjum
Kaffi og konfekt
Þess má geta að Guðmundur er vel kunnugur á Hólum þar sem hann stundaði BA nám á Ferðamáladeild.
Húsið opnar með fordrykk kl. 19.15.
Kaffi Hólar bjóða tilboð í gistingu með morgunmat: Eins manns herbergi á kr. 7.500 Tveggja manna herbergi á kr. 14.000
Verð fyrir hlaðborðið er kr. 9.400 á mann.
Tilboð fyrir hópa ef pantað er fyrir 10 eða fleiri. Hægt að klæðskerasauma dagskrá.
Hægt er að panta miða með því að smella hér og fylgja skráningunni.
Það er klárt að fjölmargir sælkerar verða illa svekktir ef ekki verður búið að létta á öllu samkomubanni fyrir 7. nóvember.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa