Vín, drykkir og keppni
Hróðmar og Ástþór kepptu um titilinn besti vínþjónn norðurlanda
Siðastliðinn sunnudag fór fram í Stokkhólmi hin árlega keppni um besta vínþjón norðurlanda og var það að þessu sinni hin sænska 25 ára gamla Béatrice Becher frá veitingastaðnum Sturehof sem vann titilinn besti vínþjónn norðurlanda 2014, en þess má til gamans geta að kærasti hennar Totte Steneby varð norðurlandameistari hér á landi árið 2010.
Hróðmar Eydal frá Vox og Ástþór Sigurvinsson frá Kolabrautinni kepptu fyrir íslands hönd og var þetta fyrsta alþjóðlega keppni þeirra beggja og töluðu þeir um að keppnin er gríðalega erfið en sanngjörn og flott veganesti í reynslubankann.
Í undanúrslitum var mjög krefjandi skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á einu hvítvíni, rauðvíni og tveim sterkum, svo tók við umhelling fyrir gesti á 5 mínútum.
Í úrslitum var allt „Live“ uppá sviði fyrir framan fjölda áhorfenda og var því stillt þannig upp að þegar keppandi kom inn á svið var þetta sett upp eins og á veitingahúsi. Byrjað var á kampavíns serveringu fyrir 6 manns og upp koma smá gildra þar sem hóstinn bað um stærri glös og gaman var að sjá hvernig keppendur brugðust við því.
Því næst var blindsmakkað eitt hvítvín og eitt rauðvín áður en haldið var í ostagreiningu og mæla með drykkjum með ostunum. Svo var umhelling af 2003 vintage Portvíni og ef tími gafst fyrir keppendur gátu þau unnið sér inn auka stig með því að bera kennsl á nokkra vindla og mæla með hver þeirra hentaði best með portvíninu.
Og nei þetta var ekki búið því næst koma 6 tegundir af sterku víni sem bera þurfti kennsl á og undir lok keppninnar voru allir úrslitakeppendurnir fjórir settir í spurningagetraun sem varpað var uppá skjá og þau skrifuðu svo svarið niður á litla töflu, krefjandi? nei ekki svo.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?