Markaðurinn
Hrafnhildur og Skúli sigruðu Loch Lomond mótið
Það var blíðskapar veður á Urriðavelli þegar Opna Loch Lomond mótið fór fram laugardaginn 14. júlí s.l. Mótið var vel sótt en um 160 keppendur léku völlinn við frábærar aðstæður. Er þetta í fyrsta skiptið sem mótið er haldið, en til stendur að það muni fara fram árlega næstu fjögur árin hið minnsta, enda er Loch Lomond viskí opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi yfir það tímabil.
Aðalvinningur í mótinu var ferð á The Open á Carnoustie golfvellinum í Skotlandi sem hefst í dag, fimmtudaginn 19. júlí 2018, og þar er Haraldur Franklín Magnússon fyrstur Íslendinga skráður til leiks sem gefur þessum vinningi aukið gildi.
Sigurvegarar Loch Lomond 2018 voru Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Skúli Ágúst Arnarson en þau léku völlinn á 45 punktum. Munu þau fara, ásamt fríðu föruneyti, í sannkallaða VIP ferð til Skotlands um helgina og má fylgjast með ferðum hópsins á Snapchat síðu Veitingageirans (username á Snapchat: veitingageirinn ).
Mótsfyrirkomulag var betri bolti og keppt var um lengstu teighögg og nándarverðlaun skv. venju. Þar sem golf.is býður ekki upp á skráningu á skori í þessu leikformi þá var einungis notast við golf.is til að yfirfara forgjöf og skor keppenda en skor liðsfélaga reiknað út í litla mótsstjóranum og hægt er að skoða úrslit hér fyrir neðan. Kerfið sýnir 1-3 sæti og aðrir raðast í sæti sem var jafnt að skori og viðkomandi hópur.
Helstu úrslit má nálgast hér.
Við hjá Karli K Karlssyni þökkum golfklúbbnum Odda kærlega fyrir samstarfið og þeim fjölmörgu kylfingum sem tóku þátt í mótinu.
Sjáumst að ári.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF