Vertu memm

Markaðurinn

Hrafnhildur og Skúli sigruðu Loch Lomond mótið

Birting:

þann

Loch Lomond golfmótið 2018

Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Karls K Karlssonar, með sigurvegurum mótsins, Hrafnhildi Guðjónsdóttur og Skúla Ágústi Arnarsyni.

Það var blíðskapar veður á Urriðavelli þegar Opna Loch Lomond mótið fór fram laugardaginn 14. júlí s.l. Mótið var vel sótt en um 160 keppendur léku völlinn við frábærar aðstæður. Er þetta í fyrsta skiptið sem mótið er haldið, en til stendur að það muni fara fram árlega næstu fjögur árin hið minnsta, enda er Loch Lomond viskí opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi yfir það tímabil.

Aðalvinningur í mótinu var ferð á The Open á Carnoustie golfvellinum í Skotlandi sem hefst í dag, fimmtudaginn 19. júlí 2018, og þar er Haraldur Franklín Magnússon fyrstur Íslendinga skráður til leiks sem gefur þessum vinningi aukið gildi.

Spirit of the Open Golf - Loch Lomond

Sigurvegarar Loch Lomond 2018 voru Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Skúli Ágúst Arnarson en þau léku völlinn á 45 punktum. Munu þau fara, ásamt fríðu föruneyti, í sannkallaða VIP ferð til Skotlands um helgina og má fylgjast með ferðum hópsins á Snapchat síðu Veitingageirans (username á Snapchat: veitingageirinn ).

Mótsfyrirkomulag var betri bolti og keppt var um lengstu teighögg og nándarverðlaun skv. venju. Þar sem golf.is býður ekki upp á skráningu á skori í þessu leikformi þá var einungis notast við golf.is til að yfirfara forgjöf og skor keppenda en skor liðsfélaga reiknað út í litla mótsstjóranum og hægt er að skoða úrslit hér fyrir neðan. Kerfið sýnir 1-3 sæti og aðrir raðast í sæti sem var jafnt að skori og viðkomandi hópur.

Helstu úrslit má nálgast hér.

Við hjá Karli K Karlssyni þökkum golfklúbbnum Odda kærlega fyrir samstarfið og þeim fjölmörgu kylfingum sem tóku þátt í mótinu.

Sjáumst að ári.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið