Markaðurinn
Hrafnhildur og Skúli sigruðu Loch Lomond mótið
Það var blíðskapar veður á Urriðavelli þegar Opna Loch Lomond mótið fór fram laugardaginn 14. júlí s.l. Mótið var vel sótt en um 160 keppendur léku völlinn við frábærar aðstæður. Er þetta í fyrsta skiptið sem mótið er haldið, en til stendur að það muni fara fram árlega næstu fjögur árin hið minnsta, enda er Loch Lomond viskí opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi yfir það tímabil.
Aðalvinningur í mótinu var ferð á The Open á Carnoustie golfvellinum í Skotlandi sem hefst í dag, fimmtudaginn 19. júlí 2018, og þar er Haraldur Franklín Magnússon fyrstur Íslendinga skráður til leiks sem gefur þessum vinningi aukið gildi.
Sigurvegarar Loch Lomond 2018 voru Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Skúli Ágúst Arnarson en þau léku völlinn á 45 punktum. Munu þau fara, ásamt fríðu föruneyti, í sannkallaða VIP ferð til Skotlands um helgina og má fylgjast með ferðum hópsins á Snapchat síðu Veitingageirans (username á Snapchat: veitingageirinn ).
Mótsfyrirkomulag var betri bolti og keppt var um lengstu teighögg og nándarverðlaun skv. venju. Þar sem golf.is býður ekki upp á skráningu á skori í þessu leikformi þá var einungis notast við golf.is til að yfirfara forgjöf og skor keppenda en skor liðsfélaga reiknað út í litla mótsstjóranum og hægt er að skoða úrslit hér fyrir neðan. Kerfið sýnir 1-3 sæti og aðrir raðast í sæti sem var jafnt að skori og viðkomandi hópur.
Helstu úrslit má nálgast hér.
Við hjá Karli K Karlssyni þökkum golfklúbbnum Odda kærlega fyrir samstarfið og þeim fjölmörgu kylfingum sem tóku þátt í mótinu.
Sjáumst að ári.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir