Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hótel Saga 55 ára og rétt að byrja – Nýr veitingastaður og bakarí opnar í hótelinu

Birting:

þann

Gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins - 2017

Sigríður Thorlacius, Raggi Bjarna og Karl Olgeirs

Það var glatt á hjalla þegar Hótel Saga bauð viðskiptavinum og velunnurum sínum í gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins í vikunni.  Tilefnið var einnig það að til stendur að endurnýja Súlnasal og önnur rými hótelsins.

Sigríður Thorlacius og Karl Olgeirsson skemmtu gestum ásamt Ragga Bjarna sem einmitt sögn með hljómsveit sinni í Súlnasal 3 – 4 sinnum í viku í tæp 20 ár.  Boðið var upp á smakk af nýjum matseðli sem sló í gegn en ýmsar nýjungar munu líta dagsins ljós á afmælisárinu.

Mikil og sterk matarmenning er á Hótel Sögu og mun hótelið halda áfram að byggja á henni en Grillið komst m.a. á Michelin-listann í ár.

Gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins - 2017

Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri býður gesti velkomna

Gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins - 2017

Gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins - 2017

Gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins - 2017

„Búið er að opna bakarí í hótelinu svo nú er gestum boðið upp á heimabakað brauð og er það bara byrjunin”

, segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri og bætir við:

„ætlunin er síðan að opna fleira matartengt sem m.a. tengir okkur enn betur við eigendur hótelsins það er, íslenska bændur.”

Gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins - 2017

Á afmælisárinu verða eldhúsið og Súlnasalur gerð upp ásamt því að ný gestamóttaka lítur dagsins ljós. Eftir þær breytingar verður hafist handa við að endurnýja Mímisbar og opna nýjan veitingastað.  Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af breytingunum.

„Í allri stefnumótun hefur verið lögð áhersla á sögu, menningu og nærumhverfi hótelsins, að það verði virkur aðili í samfélaginu.  Það er að byggjast upp skemmtileg menning hér í vesturbænum og við ætlum að vera hluti af henni.  Það er við hæfi að halda vel upp á 55 ára afmælið fyrir þessar breytingar, stokka upp, líta yfir farinn veg, halda því sem vel er gert og byggja ofan á það gæðastarf sem hér hefur verið unnið í áratugi.  Hótel Saga hefur verið þátttakandi í lífi kynslóða. Við tökum því hlutverki alvarlega og hlökkum við til að sinna því áfram í nýrri og glæsilegri aðstöðu”

, segir Ingibjörg að lokum.

Myndir: aðsendar / Hótel Saga

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið