Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hótel Saga 55 ára og rétt að byrja – Nýr veitingastaður og bakarí opnar í hótelinu
Það var glatt á hjalla þegar Hótel Saga bauð viðskiptavinum og velunnurum sínum í gleðistund í Súlnasal í tilefni 55 ára afmælis hótelsins í vikunni. Tilefnið var einnig það að til stendur að endurnýja Súlnasal og önnur rými hótelsins.
Sigríður Thorlacius og Karl Olgeirsson skemmtu gestum ásamt Ragga Bjarna sem einmitt sögn með hljómsveit sinni í Súlnasal 3 – 4 sinnum í viku í tæp 20 ár. Boðið var upp á smakk af nýjum matseðli sem sló í gegn en ýmsar nýjungar munu líta dagsins ljós á afmælisárinu.
Mikil og sterk matarmenning er á Hótel Sögu og mun hótelið halda áfram að byggja á henni en Grillið komst m.a. á Michelin-listann í ár.
„Búið er að opna bakarí í hótelinu svo nú er gestum boðið upp á heimabakað brauð og er það bara byrjunin”
, segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri og bætir við:
„ætlunin er síðan að opna fleira matartengt sem m.a. tengir okkur enn betur við eigendur hótelsins það er, íslenska bændur.”
Á afmælisárinu verða eldhúsið og Súlnasalur gerð upp ásamt því að ný gestamóttaka lítur dagsins ljós. Eftir þær breytingar verður hafist handa við að endurnýja Mímisbar og opna nýjan veitingastað. Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af breytingunum.
„Í allri stefnumótun hefur verið lögð áhersla á sögu, menningu og nærumhverfi hótelsins, að það verði virkur aðili í samfélaginu. Það er að byggjast upp skemmtileg menning hér í vesturbænum og við ætlum að vera hluti af henni. Það er við hæfi að halda vel upp á 55 ára afmælið fyrir þessar breytingar, stokka upp, líta yfir farinn veg, halda því sem vel er gert og byggja ofan á það gæðastarf sem hér hefur verið unnið í áratugi. Hótel Saga hefur verið þátttakandi í lífi kynslóða. Við tökum því hlutverki alvarlega og hlökkum við til að sinna því áfram í nýrri og glæsilegri aðstöðu”
, segir Ingibjörg að lokum.
Myndir: aðsendar / Hótel Saga
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?