Axel Þorsteinsson
Hótel Rangá – Umfjöllun – Veitingarýni
Mér hefur ekki hlotnast sá heiður að koma á Hótel Rangá en alltaf langað og heyrt mikið um staðinn og allt jákvætt. Það var kominn lok júlí og ekkert búið að gerast á Reykjavíkur svæðinu þannig ég og konan skelltum okkur aðeins úr bænum… loksins.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Hótel Rangá milli Hellu og Hvolsvöll og stutt að keyra frá bænum til að skreppa í þægilegt frí. En ég á ekki að þurfa að kynna Hótel Rangá eitthvað betur því þeir sem hafa heimsótt staðinn, hætta ekki að tala um hann og mér finnst það mjög eðlilegt eftir að hafa verið þar sjálfur.
Ég og konan komum á staðinn upp úr þrjú leitið á laugardegi, ekki ský á himni og steikjandi hiti, við fengum frábæra móttöku og æðislegt herbergi miðað við stuttan fyrirvara sem pantað var. Beint fyrir utan herbergið var heitur pottur og fyrsta sem gert var að skella sér í sundbrækurnar og henta sér í pottinn með einn kaldan Einstök white ale. Hótelið hefur margt upp á að bjóða en í þessu veðri vildi maður bara liggja í pottinum og á pallinum eins og maður hefur aldrei séð sól áður, en eins og íslendingar hafa upplifað þá hefur sumarið ekki sýnt sig besta nú í ár.
Hinrik Carl kom við á Hótel Rangá og skrifaði um staðinn og eftir að hafa lesið skrif hans þá get ég ekki annað en verið sammála, eftir að hafa upplifað heimsókn á Hótel Rangá.
Veitingastaðurinn tekur um 100 manns í sæti og á efri hæðinni er möguleiki á að vera með veislu sem taka sirka 90 manns til viðbóta, neðri veitingastaðurinn er stór og fallegt herbergi með glugga frá gólf og upp í loft þar sem gestir staðarins geta upplifað íslenska náttúru á meðan matnum stendur.
Við fengum gluggasæti í enda á salnum og þrátt fyrir að klukkan var orðin átta að kvöldi til, þá var ekki ský á himni og mikil sól. Veitingastaður hótelsins býður uppá fjögurra rétta árstíðabundinn kvöldverðarseðil allt árið um kring og þetta kvöld var auðvitað sumarseðillinn í gangi. Notast er við staðbundið hráefni eins mikið og hægt er, þau fá grænmeti frá Flúðum og kartöflur frá Þykkvabænum svo eitthvað sé nefnt en meginþema matseðilsins er norrænt, samt má greina keim af frönsku og ítölsku eldhúsi.
Vínið með matnum var æðislegt fyrir utan hvítvínið Santa Digna með þorskinum fannst mér ekki passa við.
Þjónustan var meiri en góð og var gaman að sjá eiganda staðarins Friðrik Pálsson ganga á milli og spjalla við gesti á staðnum og sjá til þess að allir voru ánægðir.
Hérna fann maður vel fyrir ferskleikanum beint frá bónda og góður fyrstur réttur, mætti vera ögn meiri af olíu og og salti til að toppa hann.
Kraftmikil og góð súpa, mér var sagt að þetta er (insparation) frá ömmu yfirkokksins Haraldi Sæmundssyni.
Einfaldur en góður diskur „less is more“, það þarf ekki að yfirgera hluti og það sannaði sig hér.
Þetta er eitthvað fyrir ferðamennina, ekta íslenskur diskur.
Alltaf finnst mér veitingastaðir klúðra skyr eftirréttumm, en ekki þessi. Gott skyr bragð, góður og einfaldur endir.
Svo þegar leið á kvöldið þá fórum við konan í Pool og tefldum aðeins í rólegheitum, lentum á smá spjall við aðra gesti og enduðum svo kvöldið á að fara aftur í pottinn með gott kampavín.
Það er klárt mál að það verður farið aftur að ári liðnu.
Ég þakka fyrir frábæra þjónustu, frábæran mat og frábæra skemmtun.
/Axel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði