Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Hótel Rangá er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins

Birting:

þann

Á milli Hellu og Hvolsvallar er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins og þó víðar væri leitað. Ég er að tala um Hótel Rangá. Fjögurra stjörnu hótelið er látlaust þegar að því er keyrt, fallegt timburhús byggt úr kanadískum við en þegar inn er komið tekur afslappað og mjög hlýlegt viðmót á móti manni.

Öll herbergin eru mjög rúmgóð og falleg svo ekki sé talað um svíturnar, þar á hver heimsálfa sína svítu en undirritaður fékk að gista í þeirri sem kölluð er Suðarskautslandið. Mikið hefur verið lagt í að skapa viðeigandi stemmningu í hverju herbergi fyrir sig og mikil hugsun sett í smáatriðin sem gerir það að verkum að þér finnst þú vera staddur á þeim stað sem hver heimsálfa gefur til kynna.

Ég fékk að hoppa inn í nokkrar þeirra og það skipti ekki máli hvort litið var inn í Asísku svítuna eða Norður Ameríku eða Suður Ameríku svítuna, allar voru þær með einstakt yfirbragð og hannaðar eins og sagði með næmu auga fyrir skemmtilegum smáatriðum. Þar má til dæmis nefna litla skákkarla og bjarnarskinn á veggjum. Allt umhverfið í kringum hótelið er mjög róandi og mikil náttúrufegurð hvert sem litið er.

Veitingastaðurinn er heldur ekki af verri endanum. Hann tekur 100 manns í sæti og að auki eru salir á annarri hæð sem rúma 90 til viðbótar og þegar fréttamann bar að garði var brúðkaup í vændum á annarri hæðinni. Veitingastaðurinn er stór skáli sem skarar út úr hótelbyggingunni með stórum gluggum frá gólfi og upp í loft svo maður getur notið glæsilega íslenska útsýnisins á meðan leikið er við bragðlaukana en það kemur mér að næsta atriði, sem er maturinn. Veitingastaður hótelsins býður uppá fjögurra rétta árstíðabundinn kvöldverðarseðil allt árið um kring og þetta kvöld var vormatseðill nýtekinn í gagnið. Notast er við staðbundið hráefni eins mikið og hægt er, þau fá grænmeti frá Flúðum og kartöflur frá Þykkvabænum svo eitthvað sé nefnt en meginþema matseðilsins er norrænt, samt má greina keim af frönsku og ítölsku eldhúsi.

Vínin með matnum og brauð:

IMG_6131

Rjómalöguð villisveppasúpa með sýrðum Flúðasveppum

Rjómalöguð villisveppasúpa með sýrðum Flúðasveppum

Rjómalöguð villisveppasúpa með sýrðum Flúðasveppum
Áferðin á súpunni var frábær og gott súrt bragð var af sveppnum. Púrtvínið small einkar vel með þessum rétti.

IMG_6140

Laxapastrami með nípu- og spínatmauki

Laxapastrami með nípu- og spínatmauki
Léttur og góður réttur með nettum piparkeim, maukið var silkimjúkt og hvítvínið var alveg fullkomið, bætti réttinn vel upp án þess að yfirgnæfa.

IMG_6149

Leyniréttur (var ekki á matseðli ) Hreindýracarpaccio með truffluolíu, parmesan og klettasalati

Leyniréttur (var ekki á matseðli ) Hreindýracarpaccio með truffluolíu, parmesan og klettasalati
Þetta fannst mér sísti rétturinn af annars hreint frábæru kvöldi. Það var of mikið trufflubragð á frekar bragðlitlu hreindýrakjöti frá Grænlandi, en alls ekki slæmt.

IMG_6128

Lambafille með humarhölum, smjörsteiktum kartöflum og rauðvínssoðsósu

Lambafille með humarhölum, smjörsteiktum kartöflum og rauðvínssoðsósu
Fullkomin eldun á lambinu og ekki skemmdi humarinn fyrir. Kartöflurnar frá Þykkvabæ féllu mjög vel að réttinum og bláberin voru hressandi þarna inn á bakvið. Soðsósan passaði frábærlega með kröftugu rauðvíninu og saman rann þetta niður í fullkomna einingu.

IMG_6160

Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull
Þessi réttur er tenging við gosið í Eyjafjallajökli sem þau túlka í creme brulee með þunnu lagi af pop rocks sem gerði það að verkum að það small og brakaði mikið í munninum á meðan borðað var. Með réttinum kom hraun búið til úr lakkrís og snjór úr sítrus. Þetta reyndist vera hinn besti réttur og rann Late Harverst vínið frá Chili árgerð 2007 vel með.

Eftir mjög vel heppnað kvöld beið morgunverðurinn klukkan 08:00 næsta dag, hlaðinn kræsingum sem setti góðan lokahnykk á dvölina.

IMG_6174

Morgunverðurinn

Það er ekki hægt að segja annað en að þessi staður sé hreinlega frábær í alla staði. Þar vil ég taka sérstaklega fram viðmót starfsfólksins, hvort sem það var starfsfólkið í móttökunni, þjónarnir eða stjórnandinn Ingi Þór, allir tóku brosandi á móti manni. Ingi Þór hefur það fyrir sið að spjalla við alla hótelgesti yfir kvöldverðinum, bæði um matinn og eins bendir hann fólki á gönguleiðir og áhugaverða staði í nágrenninu sem eru kannski ekki í alfaraleið hótelgesta. Þannig er púlsinn líka tekinn á hverjum einasta kúnna og hægt að sjá til þess að allir fái sem mest úr dvölinni og njóti sín í botn. Sem undirritaður gerði.

Dvölin mín á Hótel Rangá var yfirhöfuð dásamleg og að komast úr skarkala miðborgarinnar í undursamlega sælu og náttúrufegurð eftir aðeins 100 km. akstur er hugmynd sem ég mæli með við alla sem langar til þess að dekra vel við sig. Hótel Rangá býður nefnilega ekki einungis upp á mat og gistingu í hæsta gæðaflokki heldur einnig töfrandi upplifun í heild sinni.

/Hinrik Carl Ellertsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið