Freisting
Hótel kæra Aron Pálma

Þrjú hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa kært Aron Pálma Ágústsson, fyrrverandi refsifanga í Texas í Bandaríkjunum, til lögreglu. Honum er gert að sök að hafa gist á hótelunum án þess að greiða fyrir þá þjónustu sem hann hefur þegið, en frá þessu er greint frá á dv.is.
Samkvæmt heimildum DV eru hótelin sem um ræðir Hótel Borg, Hótel Holt og Plaza hótelið, öll í miðborg Reykjavíkur. Hótelin hafa öll formlega tilkynnt Aron Pálma til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem nú rannskar háttarlag hans og ásakanir gististaðanna.
Eftir því sem DV kemst næst eru málin þrjú keimlík að því leyti að hann á að hafa bókað sig inn á hótelin þrjú í júlímánuði síðastliðnum, nýtt sé þær veitingar sem í boði eru á hótelherberjunum og haldið síðan á vit ævintýranna. Lögregla rannakar nú hvort Aron Pálmi hafi daginn eftir yfirgefið gististaðina án þess að greiða reikninginn.
Greint frá á dv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?