Sverrir Halldórsson
Hótel Bifröst – Lokakafli
Vaknaði úthvíldur, skveraði mig af, pakkaði saman og skundaði niður í brunch um 10 leitið, er ég kom inn í salinn og settist, leið ekki á löngu að vinkona mín kæmi með skammt af bensíni, vitandi að það væri það eina sem vekti mig almennilega.
Hlaðborðið var svona ekta landsbyggðarhlaðborð og á borðunum beið eftir okkur, hvítsúkkulaði-skyr, speni frá Erpstöðum og var það skemmtilegt og gott, var ég ekkert að flýta mér, því strætó kæmi um 3 leitið og að endanum var ég einn í salnum.
Um hádegisleitið færði ég mig yfir í innri salinn til að horfa á enska boltann í beinni og var það góð ákvörðun til að drepa tímann, meðan beðið var eftir strætó.
Heildar upplifun af matnum á Bifröst var svolítið undarleg allt frá að maður táraðist í gleði yfir í að maður spurði sig hvernig manneskja getur lagað svona ólystugan mat.
Þar eru allir ófaglærðir en með ríkan vilja að gera vel, en þessu fólki hættir oft til að spenna bogann of hátt, þannig að skotið missir marks, þarna á ekkert að vera að skreyta sig með fagheitum heldur á að hafa hlutina að hætti hússins, minnug þess að fólkið af mölinni er mjög jákvætt fyrir tilbreytningu, svo fremi sem hún er gerð af alúð og með metnaði.
Vona ég að þeim gangi allt í haginn í framtíðinni og þau nái að aðlaga hlutina að þeim hæfileikum sem til staðar eru.

„…renndi ég við á KFC á Sæbraut til að seðja minn maga og loka annars góðri helgi í góðra vina hóp.“
Nú var strætó að koma og kvaddi ég fólkið og skundaði út í bíl og að sjálfsögðu var Gísli við stýrið, ferðin gekk vel í bæinn og er ég hafði komið mér fyrir í mínum bíl skall á mig hungur og renndi ég við á KFC á Sæbraut til að seðja minn maga og loka annars góðri helgi í góðra vina hóp.
Fleira tengt efni:
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa












