Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hornfirðingar ánægðir með nýja veitingastaðinn
ÚPS er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Hafnarbraut 34 í Höfn í Hornafirði.
Opið er frá klukkan 11:00 til 23:00, þriðjudaga til laugardaga og eldhúsið er opið til 22:00.
Úps hefur fengið góðar viðtökur hjá Hornfirðingum og annarra sælkera eins og lesa má í facebook færslu hjá ÚPS nú fyrir stuttu:
„Takk elsku bestu Hornfirðingar fyrir frábærar móttökur! Við erum uppnumin og ótrúlega stolt af því hvernig þetta ævintýri hefur farið af stað og þeim viðtökum sem við höfum fengið. Þegar við skelltum í lás í kvöld var hreinlega næstum allt uppselt!“
ÚPS býður upp á djúpsteikt súrdeig, kjúklingavængi, þrísteiktar kartöflur, taco rétti, grillað grísakjöt, íssamloku svo fátt eitt sé nefnt.
Veitingastaðurinn býður upp á bjór frá brugghúsi Jóni Ríka á Hólmi á Mýrum. Þorgrímur Tjörvi Halldórsson er bruggmeistari Jóns Ríka og einn eigenda Úps.
Á krana er bjór hússins sem er IPA bjór og er 6%, en hann heitir ÚPS Mosaic og citra. Næst er það Right Said Red sem er Amber bjór og er 5%. Oatmeal Stout 6.6 % og Hólmur Farmhouse Ale 6.5%.
Myndir: facebook / ÚPS Craft Beer & Restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame