Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hornfirðingar ánægðir með nýja veitingastaðinn
ÚPS er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Hafnarbraut 34 í Höfn í Hornafirði.
Opið er frá klukkan 11:00 til 23:00, þriðjudaga til laugardaga og eldhúsið er opið til 22:00.
Úps hefur fengið góðar viðtökur hjá Hornfirðingum og annarra sælkera eins og lesa má í facebook færslu hjá ÚPS nú fyrir stuttu:
„Takk elsku bestu Hornfirðingar fyrir frábærar móttökur! Við erum uppnumin og ótrúlega stolt af því hvernig þetta ævintýri hefur farið af stað og þeim viðtökum sem við höfum fengið. Þegar við skelltum í lás í kvöld var hreinlega næstum allt uppselt!“
ÚPS býður upp á djúpsteikt súrdeig, kjúklingavængi, þrísteiktar kartöflur, taco rétti, grillað grísakjöt, íssamloku svo fátt eitt sé nefnt.
Veitingastaðurinn býður upp á bjór frá brugghúsi Jóni Ríka á Hólmi á Mýrum. Þorgrímur Tjörvi Halldórsson er bruggmeistari Jóns Ríka og einn eigenda Úps.
Á krana er bjór hússins sem er IPA bjór og er 6%, en hann heitir ÚPS Mosaic og citra. Næst er það Right Said Red sem er Amber bjór og er 5%. Oatmeal Stout 6.6 % og Hólmur Farmhouse Ale 6.5%.
Myndir: facebook / ÚPS Craft Beer & Restaurant
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana