Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hornfirðingar ánægðir með nýja veitingastaðinn
ÚPS er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Hafnarbraut 34 í Höfn í Hornafirði.
Opið er frá klukkan 11:00 til 23:00, þriðjudaga til laugardaga og eldhúsið er opið til 22:00.
Úps hefur fengið góðar viðtökur hjá Hornfirðingum og annarra sælkera eins og lesa má í facebook færslu hjá ÚPS nú fyrir stuttu:
„Takk elsku bestu Hornfirðingar fyrir frábærar móttökur! Við erum uppnumin og ótrúlega stolt af því hvernig þetta ævintýri hefur farið af stað og þeim viðtökum sem við höfum fengið. Þegar við skelltum í lás í kvöld var hreinlega næstum allt uppselt!“
ÚPS býður upp á djúpsteikt súrdeig, kjúklingavængi, þrísteiktar kartöflur, taco rétti, grillað grísakjöt, íssamloku svo fátt eitt sé nefnt.
Veitingastaðurinn býður upp á bjór frá brugghúsi Jóni Ríka á Hólmi á Mýrum. Þorgrímur Tjörvi Halldórsson er bruggmeistari Jóns Ríka og einn eigenda Úps.
Á krana er bjór hússins sem er IPA bjór og er 6%, en hann heitir ÚPS Mosaic og citra. Næst er það Right Said Red sem er Amber bjór og er 5%. Oatmeal Stout 6.6 % og Hólmur Farmhouse Ale 6.5%.
Myndir: facebook / ÚPS Craft Beer & Restaurant
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins









