Vertu memm

Keppni

Horfðu hér á Agnar að keppa í kokteilkeppni í Tékklandi

Birting:

þann

iba_keppnirnar_18082013

Agnar Fjeldsted keppti í gær í óáfengri kokteilkeppni með drykkinn Sunny volcano, en keppnin var haldin á vegum Mattoni sódavatnsfyrirtækis á IBA ráðstefnunni og þurftu drykkirnir að innihalda lítið magn af kaloríum.  Agnar komst ekki í 8 manna úrslit, en þau lönd sem komust áfram voru Búlgaría, Pólland, Króatía, Slóvenia, Úkraína, Austurríki, Tékkland og Eistland.  Keppendur voru 48, einn frá hverju landi en úrslit ráðast í dag þar sem keppt verður um fyrstu þrjú sætin.

Agnar þurfti að passa upp á að drykkurinn innihaldi að lágmarki 10 cl Mattoni og orkuinnihald á drykknum mátti ekki fara yfir 25 kaloríur í 100 ml.  Drykkurinn varð að vera frumlegur og uppskriftin mátti ekki hafa birst áður opinberlega.

Agnar hafði 15 mínútur í bakherbergi til að útbúa skrautið áður en hann fór inn á sviðið og 8 mínútur á sviðinu til að gera drykkinn Sunny volcano sem samanstóð af:

Capfruit exotic ginger purre – 1 cl
Capfruit strawberry purre – 3 cl
Superberry safi – 5 cl
Stevia strawberry – 5 dropar

Fyllt upp með Mattoni sódavatni.

Sunny volcano innihélt 24 kaloríur í 100 ml.

Meðfylgjandi myndband sýnir Agnar að keppa:

 

Guðmundur Sigtryggson framreiðslumaður og núverandi íslandsmeistari í kokteil mun keppa sem fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti Barþjóna IBA í flokki drykkja sem kallast „Sparkling Cocktails“ og fer hans keppni fram á þriðjudaginn 20. ágúst næstkomandi, fylgist vel með.

 

Samsett mynd: Skjáskot úr myndbandi og google korti.
/Smári

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið