Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Horfðu á fyrsta þáttinn hjá Halla og Júlla hér

Birting:

þann

Hallgrímur Sigurðarson og Michael Jon Clarke

Hallgrímur Sigurðarson og Michael Jon Clarke

Eins og greint hefur verið frá þá hófst ný þáttarröð af Matur og menning á Sjónvarpstöðinni N4 mánudaginn síðastliðinn þar sem Júlíus Júlíusson fiskidagskóngur og Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumaður fara á heimshornaflakk í þáttunum með huganum og bragðlaukunum.  Fyrsti þáttur var með Bretlands þema en þar fengu þeir Michael Jon Clarke sem er fæddur og uppalin í Notthingam í Bretlandi, en hann kom til íslands árið 1971 og er mikill sælkeri og pylsugerðameistari og hefur starfað sem tónlistakennari á Akureyri í 42 ár.

Fish & chips eða fiskur og franskar sem er einn vinsælasti réttur í Bretlandi var í forgrunni í þættinum.  Rétturinn var poppaður upp en Hallgrímur notaði þorsk sem hann hafði veitt fyrr um daginn og vellti honum upp úr spelt og chili orlydeigi, bakaðar ferskar kartöflur og bornar fram með hvítvínsediki, sem Michael sagðist sleppa fyrir horn, en eins og frægt þá er Maltedik notað á kartöflurnar í Bretlandi.  Þeir njóta síðan veitingarnar á Akureyri backpackers sem býður upp á gistingu, bar og veitingar.

Júlíus sýndi hvernig á að elda skemmtilega útfærslu á eggjaköku með villisveppum, einfalt og örugglega mjög gott.  Fínn þáttur sem vert er að fylgjast með.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið