Uncategorized
Hófleg víndrykkja spornar við Alzheimer

Hófleg víndrykkja getur samkvæmt rannsóknum vísindamanna dregið úr líkum á Alzheimer meðal fólks eldra en 75 ára. Þeir sem drukku eitt eða tvö vínglös á dag voru 37% ólíklegri til að fá sjúkdóminn.
Voru þessar niðurstöður kynntar á ráðstefnu um Alzheimer í Vínarborg í Austurríkis í dag, en frá þessu greinir Mbl.is.
Vísindamenn við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu rannsökuðu 3069 manns eldri en 75 ára í sex ár og báðu þátttakendurna að fylgjast með áfenginsneyslu sinni.
Rannsóknin benti einnig til að sé víns neytt í óhófi geti það aukið líkur á sjúkdómnum. Þeir sem þegar þjáðust af minniháttar minnisglöpum og drukku meira en tvö glös á dag voru tvöfalt líklegri til að fá Alzheimer en þeir sem þjáðust af svipuðum minnistruflunum og drukku ekki.
Þá leiddi rannsókn vísindamanna í Kaliforníu í ljós að fyrrverandi hermenn sem þjáðst hafa af áfallastreituröskun væru tvöfalt líklegri til að fá Alzheimer en aðrir hermenn. 181.093 fyrrum hermenn, 55 ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni sem fór fram á árunum 2001 til 2007.
Talið er að Alzheimer valdi meirihluta elliglapa þeirra 37 milljóna manna sem af þeim þjást í heimunum. Búist er við að fjöldi Alzheimersjúklinga í Evrópu verði 16,2 milljónir árið 2050.
Greint frá á vef Mbl.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





