Uncategorized
Hófleg víndrykkja spornar við Alzheimer
Hófleg víndrykkja getur samkvæmt rannsóknum vísindamanna dregið úr líkum á Alzheimer meðal fólks eldra en 75 ára. Þeir sem drukku eitt eða tvö vínglös á dag voru 37% ólíklegri til að fá sjúkdóminn.
Voru þessar niðurstöður kynntar á ráðstefnu um Alzheimer í Vínarborg í Austurríkis í dag, en frá þessu greinir Mbl.is.
Vísindamenn við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu rannsökuðu 3069 manns eldri en 75 ára í sex ár og báðu þátttakendurna að fylgjast með áfenginsneyslu sinni.
Rannsóknin benti einnig til að sé víns neytt í óhófi geti það aukið líkur á sjúkdómnum. Þeir sem þegar þjáðust af minniháttar minnisglöpum og drukku meira en tvö glös á dag voru tvöfalt líklegri til að fá Alzheimer en þeir sem þjáðust af svipuðum minnistruflunum og drukku ekki.
Þá leiddi rannsókn vísindamanna í Kaliforníu í ljós að fyrrverandi hermenn sem þjáðst hafa af áfallastreituröskun væru tvöfalt líklegri til að fá Alzheimer en aðrir hermenn. 181.093 fyrrum hermenn, 55 ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni sem fór fram á árunum 2001 til 2007.
Talið er að Alzheimer valdi meirihluta elliglapa þeirra 37 milljóna manna sem af þeim þjást í heimunum. Búist er við að fjöldi Alzheimersjúklinga í Evrópu verði 16,2 milljónir árið 2050.
Greint frá á vef Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu