Vertu memm

Uncategorized

Hófleg víndrykkja spornar við Alzheimer

Birting:

þann

Hófleg víndrykkja getur samkvæmt rannsóknum vísindamanna dregið úr líkum á Alzheimer meðal fólks eldra en 75 ára. Þeir sem drukku eitt eða tvö vínglös á dag voru 37% ólíklegri til að fá sjúkdóminn.

Voru þessar niðurstöður kynntar á ráðstefnu um Alzheimer í Vínarborg í Austurríkis í dag, en frá þessu greinir Mbl.is.

Vísindamenn við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu rannsökuðu 3069 manns eldri en 75 ára í sex ár og báðu þátttakendurna að fylgjast með áfenginsneyslu sinni.

Rannsóknin benti einnig til að sé víns neytt í óhófi geti það aukið líkur á sjúkdómnum. Þeir sem þegar þjáðust af minniháttar minnisglöpum og drukku meira en tvö glös á dag voru tvöfalt líklegri til að fá Alzheimer en þeir sem þjáðust af svipuðum minnistruflunum og drukku ekki.

Þá leiddi rannsókn vísindamanna í Kaliforníu í ljós að fyrrverandi hermenn sem þjáðst hafa af áfallastreituröskun væru tvöfalt líklegri til að fá Alzheimer en aðrir hermenn. 181.093 fyrrum hermenn, 55 ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni sem fór fram á árunum 2001 til 2007.

Talið er að Alzheimer valdi meirihluta elliglapa þeirra 37 milljóna manna sem af þeim þjást í heimunum. Búist er við að fjöldi Alzheimersjúklinga í Evrópu verði 16,2 milljónir árið 2050.

Greint frá á vef Mbl.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið