Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Höfði Mathöll opnar í desember

Birting:

þann

Culiacan

Steingerður Þorgilsdóttir og Sólveg Guðmundsdóttir standa að opnun mathallarinnar

Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem væri til í að opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi.

Ljóst er að mikil gróska er í mathallarflóru borgarinnar. Tvær mathallir eru nú þegar starfræktar, á Hlemmi og úti á Granda, auk þess sem til stendur að opna mathöll í Kringlunni í upphafi næsta árs.

Sólveig Guðmundsdóttir, annar eiganda Culiacan, segist því gera sér grein fyrir að þær Steingerður Þorgilsdóttir séu ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Engu að síður hafi þetta fyrirkomulag gefið góða raun úti á Granda og á Hlemmi, rétt eins og úti í hinum stóra heimi. Fátt sé því til fyrirstöðu að mathöll plummi sig einnig á Bíldshöfða; þar sé lifandi atvinnustarfsemi og stutt í fjölmenn íbúðahverfi, að því er framkemur á visir.is sem fjalla nánar um Mathöllina hér.

Við opnum Mathöll á Bíldshöfða í desember. Auglýsum eftir áhugasömum rekstraraðilum. Í boði eru 8-30 fermetra básar til…

Posted by Höfði Mathöll on Saturday, 6 October 2018

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið