Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Höfði Mathöll opnar í desember
Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem væri til í að opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi.
Ljóst er að mikil gróska er í mathallarflóru borgarinnar. Tvær mathallir eru nú þegar starfræktar, á Hlemmi og úti á Granda, auk þess sem til stendur að opna mathöll í Kringlunni í upphafi næsta árs.
Sólveig Guðmundsdóttir, annar eiganda Culiacan, segist því gera sér grein fyrir að þær Steingerður Þorgilsdóttir séu ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Engu að síður hafi þetta fyrirkomulag gefið góða raun úti á Granda og á Hlemmi, rétt eins og úti í hinum stóra heimi. Fátt sé því til fyrirstöðu að mathöll plummi sig einnig á Bíldshöfða; þar sé lifandi atvinnustarfsemi og stutt í fjölmenn íbúðahverfi, að því er framkemur á visir.is sem fjalla nánar um Mathöllina hér.
Við opnum Mathöll á Bíldshöfða í desember. Auglýsum eftir áhugasömum rekstraraðilum. Í boði eru 8-30 fermetra básar til…
Posted by Höfði Mathöll on Saturday, 6 October 2018
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið16 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






