Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Höfði Mathöll opnar í desember
Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem væri til í að opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi.
Ljóst er að mikil gróska er í mathallarflóru borgarinnar. Tvær mathallir eru nú þegar starfræktar, á Hlemmi og úti á Granda, auk þess sem til stendur að opna mathöll í Kringlunni í upphafi næsta árs.
Sólveig Guðmundsdóttir, annar eiganda Culiacan, segist því gera sér grein fyrir að þær Steingerður Þorgilsdóttir séu ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Engu að síður hafi þetta fyrirkomulag gefið góða raun úti á Granda og á Hlemmi, rétt eins og úti í hinum stóra heimi. Fátt sé því til fyrirstöðu að mathöll plummi sig einnig á Bíldshöfða; þar sé lifandi atvinnustarfsemi og stutt í fjölmenn íbúðahverfi, að því er framkemur á visir.is sem fjalla nánar um Mathöllina hér.
Við opnum Mathöll á Bíldshöfða í desember. Auglýsum eftir áhugasömum rekstraraðilum. Í boði eru 8-30 fermetra básar til…
Posted by Höfði Mathöll on Saturday, 6 October 2018
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






