Vín, drykkir og keppni
Himbrimi Gin vann silfur verðlaun
Himbrimi Gin hlaut silfur verðlaun í alþjóðlegri keppni áfengisframleiðenda, San Francisco World Spirits Competion. Þetta er í átjánda skipti sem keppnin er haldin og tóku rúmlega 2200 keppendur þátt.
Í tilkynningu segir að Himbrimi er handgert íslenskt gin sem flokkast sem „Old Tom Gin“ en það er forveri London Dry gins sem allir þekkja. Ginið byrjaði fyrir fimm árum sem eldhúsverkefni myndlistarmannsins Óskar Ericsson, og var upprunnulega ætlað til einkanota í veiðitúrum. Hugmynd Óskars var að nota blóm og jurtir sem einkenna íslenska náttúru, og eru blóðberg og hvönn í aðalhlutverki.
Fyrsta lotan var sett á flösku sumarið 2016 og hefur vörumerkið vaxið mikið síðan. Er ginið nú þegar fáanlegt í Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu, Danmörku, Hollandi, og Ástralíu. Hérlendis er Himbrimi Gin dreift af Glóbus Ehf og er það nú þegar fáanlegt á yfir 75 veitingastöðum og börum um allt land. Brunnur Distillery framleiðir ginið.
Í febrúar skrifaði Brunnur Distillery undir stóran samning um útfluttning til Bandaríkjanna. Samningurinn, sem gerður er til þriggja ára, er við Total Beverage Solution en það fyrirtæki er á top 100 lista yfir bestu drykkjafyrirtæki í Bandaríkjunum. Total Beverage Solution áætlar að selja allt að 54.000 flöskur í Bandaríkjunum á þessum þremur árum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt