Keppni
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
Í dag fór fram keppni um titilinn Konditor ársins 2024 þar sem keppendur gerðu fjórar kökur, 24 konfektmola, ís í „take-away“-formi og 20 kökupinna og þemað var Framtíðin. Keppendur fengu tíu klukkustundir til að fullklára verkið sitt sem var skipt niður í tvo daga, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Keppnin var haldin í Stokkhólmi.
Það var Hilma Strömberg frá bænum Orust í Svíþjóð sem sigraði, í öðru sæti varð Wictor Winqvist og Montadar Kanbar hreppti bronsverðlaunin.
Hilma Strömberg starfar sem kökugerðarmaður á Clarion Hótelinu Draken í Gautaborg.
Mynd: aðsend / Per-Erik Berglund
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






