Sverrir Halldórsson
Hestamaður í Reykjavík | Café Loki og Askur | Veitingarýni
Ég hafði haft samband við félaga mína sem eru forfallnir hestamenn og sagt þeim hvaða hugmynd ég bæri í kollinum og hvort þeir gætu leiðbeint mér hvað það væri sem þessi söfnuður væri að borða nú um stundir og kemur hér niðurstaðan.
Í hádeginu fór ég á Cafe Loka og fékk mér:
Hún var eins og kjötsúpa var í gamla daga, laus við alla tilraunastarfsemi, bara þetta gamla góða bragð og það kröftugt
Smakkaðist það alveg svakalega vel, kakan volg, safaríkt og vel soðið hangikjöt, baunasalatið klassískt, en fyrir minn smekk hefði ég sett smá sykur í rófustöppuna.
Listaverkið sem er nýbúið að mála á einn vegginn á Loka er eftir Sigga Val og Raffaella og er tilkomumikið að sjá þetta verk sem er úr goðafræðunum og enn ein ástæðan til að heimsækja Loka.
Fór ég glaður í bragði út eftir velheppnaðan hádegisverð og fór á rúntinn.
UM sexleitið var ég mættur inn á Ask en þar skyldi kvöldverðurinn snæddur, var mér vísað til borðs og boðinn matseðill og eftir smálestur var ég klár.
Í forrétt pantaði ég:
Var hann mjög góður, utan þess að á honum var hrár rauðlaukur, varasamt.
Í aðalrétt pantaði ég:
Fyrsti bitinn var seigur og kartaflan svo heit að ekki var hægt að borða hana, lét ég líða ca 5 -6 mínútur og reyndi aftur þá var kjötið orðið meyrt og hitinn á kartöflunni orðinn passlegur, kjötið var bragðgott, sósan guðdómleg, hvítlaukssósan í kartöflunni himnesk, en grænmetið alveg bragðlaust og að mestu undir steikinni, þannig að diskurinn sem slíkur minnti á hóla í eyðimörk.
Í ábætir pantaði ég:
Var hún alveg svakalega stór, en mjög góð, ekki of sæt, en ég orkaði ekki meiru en ½ skammt, þá var ég sprunginn.
Þjónustan var góð og alltaf stutt í einhvern af þeim, flott.
Það fór einn þokkalega glaður út í bíl, til að keyra á næsta stað sem var Harpan, en var mæting kl 20:00 á tónleika Helga Björnssonar og Reiðmanna Vindanna og þvílíkt fjör, sem maður fékk gæsahúð trekk í trekk yfir söng Helga og músíkinni, að unaðsleg tilfinning að upplifa það trekk í trekk hvað við eigum marga flotta fagmenn í músíkinni.
Þegar ég kom heim um hálf tólf, var bensínið eiginlega búið á kallinum og gott að komast í koju og inn í draumaveröldina og dreyma um hesta.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt