Uppskriftir
Hérna koma Mojito og French 75 saman og dansa húla húla – Old Cuban uppskrift
Hérna koma Mojito og French 75 saman og dansa húla húla.
Þessi geggjaða uppskrift var fundinn upp af henni Audrey Sanders, eiganda Pegu Club í New York.
Í drykknum eru tiltölulega einföld hráefni og engin þörf fyrir sérstakan undirbúning fyrir þetta bragðlaukapartý!
Hann Jónas Heiðarr (fréttir um Jónas Heiðarr hér) deilir hér með okkur þessari uppskrift að þessum ljúffenga kokteil, en hann er einn af eigendum Jungle Cocktail Bar og er hafsjór fróðleiks um allt sem snýr að kokteilagerð.
Endilega kíkið á instagramið hans þar sem hann deilir fróðleik og myndum af fallegum kokteilum.
-Old Cuban-
45ml Dökkt romm
30ml sykur síróp 1:1*
20ml ferskur limesafi / Langbest að notast við ferskann safa. Alls ekki nota tilbúinn safa úr flösku.
1-2 döss Angostura bitter**
6-8 myntu lauf
30-60ml af kampavíni (eða öðru þurru freyðivíni) / Magnið af víninu ræður hversu þurr eða sætur drykkurinn verður.
Öllum hráefnum nema kampavíninu er skellt í hristara og hrist vel með nóg af klaka.
Tví-sigtið í kælt glas, toppið með freyðivíninu og skreytið með myntu.
*Sykur síróp 1:1
500gr vatn
500gr hvítur sykur
Sett vatn og sykur í pott og stillið á miðlungs hita. Hrærið í þangað til að sykurinn er búinn að leysast upp.
Takið af hitanum og látið kólna. Setjið á flösku og geymið í kæli. Geymist vel í 2-3 vikur í kæli.
**Angostura Bitter
Angostura bitter er þessi flaska sem flest allir hafa rekist á í vínbúðinni eða á sínum uppáhalds bar, en flestir ekki alveg viss um hvað þetta er. Í fljótu bragði er þetta fullt af kryddum í fljótandi formi. Oft er þessu líkt við salt og pipar í heimi kokkanna.
Þessu er hent í kokteila í nokkrum dössum til að gefa þeim meiri dýpt og karakter. Bitterar nú til dags eru til í öllum regnbogans litum og brögðum en ekkert er jafn klassískt og Angostura sem hafa verið framleiddir síðan 1824 í Trinidad og Tobago.
Aðal bragðið í Angostura eru þessi týpísku jólakrydd eins og kanill, stjörnu anís, negull og svartur pipar en mestmegnis af beiskjunni kemur úr gentian rótinni.
Mynd og uppskrift: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Nemendur & nemakeppni11 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir