Eftirréttur ársins
Hermann Þór: „… öskraði og henti gjafapokanum frá mér til að halda á Pískaranum ógurlega“
Það var hann Hermann Þór Marinósson matreiðslumaður á Hilton sem kom sá og sigraði í Eftirréttur ársins 2013. Hermann keppti með eftirréttinn Blóðappelsínu frauð sem hann kallar einfaldlega Hemminem.
Veitingageirinn.is lagði spurningar fyrir hann Hermann um keppnina:
Hvernig fannst þér umgjörðin um keppnina í heild sinni?
Umgjörðin og allt saman hjá þeim var til fyrirmyndar enda eru þarna fagmenn á ferðinni sem vita um hvað þetta snýst. Þetta var mjög hörð keppni og þegar landsliðsmenn og bakara snillingar eru meðal keppenda þá verður þetta strembið en maður verður bara að fylgja sinni hugmynd og standa og falla með henni og ég stend í báðar lappirnar núna.
Var einhver keppandi sem þú varst búinn að spá í að myndi lenda í 1. sæti eða varstu búinn að taka frá fyrsta sætið fyrir þig?
Auðvitað hugsar maður um hina keppenduna og hugsar hvort þeir séu með einhverja snildarhugmyndir á disknum sínum en maður má ekki gleyma að maður er sjálfur með snilldarhugmyndir á sínum eigin disk og það getur skilað sér alveg jafn vel og það sem hinir eru að gera. Þegar ég heyrði að Garðar var í öðru sæti þá kom von um 1. sætið og þegar ég heyrði nafnið mitt þá öskraði ég og henti gjafapokanum frá mér til að halda á Pískaranum ógurlega
, sagði Hermann hress og bætir við:
Ég er búinn að stefna á þetta í 4 ár og með mikilli vinnu og mörgum góðum bókum frá Garra þá gerist alltaf eitthvað í kollinum sem maður verður að prófa og reyna að finna upp hjólið.
Eitthvað sem mætti athuga með að laga/breyta fyrir næstu keppni?
Ég er viss um að þeir hjá Garra koma með eitthvað snilldarkonseft í kringum næstu keppni sem fær fólk til að þurfa að kafa í hugmyndaflóruna sína sem færir okkur eitthvað nýtt og spennandi sem er svo gaman í þessu.
Myndir: Auður Arna Oddgeirsdóttir
Mynd af Hermanni: Jóhannes Ingi Davíðsson
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni8 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro