Bocuse d´Or
Hér eru tímasetningar Viktors í Bocuse d´or 2017 – Bein útsending

Allir vinningshafar frá upphafi Bocuse d´Or.
Hákon Már Örvarsson matreiðslumaður vann til brons verðlauna árið 2001, en hann er eini íslendingurinn sem hefur komist á verðlaunapall.
Eins og greint hefur verið frá þá verður bein útsending frá Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi þar sem Viktor Örn Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Beina útsendingin hefst í fyrramálið 24. og 25. janúar 2017 og byrjar útsendingin klukkan 08:00 báða dagana og verðlaunaafhendingin er 25. janúar klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Tímasetning:
Viktor keppir 25. janúar og byrjar að keppa klukkan 07:50.
Viktor skilar fiskréttinum klukkan 12:50 og kjötréttinum klukkan 13:25.
Hægt er að nálgast beinu útsendinguna með því að smella hér, að auki er hún aðgengileg á forsíðunni og eins í valmyndinni hér að ofan.
Beina útsendingin hefst ekki fyrr en klukkan 08:00, en fyrir þá sem vilja sjá þegar Viktor byrjar að keppa klukkan 07:50 er bent á snapchat veitingageirans: veitingageirinn þar sem Michael Pétursson gerir góð skil á keppninni.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“6″ ]
Mynd: bocusedor-winners.com

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn