Reykjavík Bar Summit
Heitustu kokteilbarir heims koma til landsins á Reykjavík Bar Summit 2016
Dagana 29. febrúar – 3. mars 2016 verður Reykjavík Bar Summit haldið hátíðlegt í annað sinn í miðborg Reykjavíkur. Barþjónar frá flottustu börum í heimi munu taka þátt í þessum magnaða viðburði og leggja sitt á vogarskálarnar til að búa til alþjóðlega barstemmningu í Reykjavík með uppákomum og partýhöldum út um allan bæ.
Sjá einnig: Hér er dagskráin á Reykjavik Bar Summit
Tilgangur hátíðarinnar er að kynnast því sem er að gerast á kokteilbörum annars staðar í heiminum og etja saman tveimur kokteilheimum, Evrópu og Ameríku, á hlutlausu svæði hér á Íslandi. Hátíðin leggur einnig áherslu á að kynna erlendum aðilum fyrir því sem er að gerast hér á landi.
Í kokteilakeppninni munu þáttakendur útbúa einn drykk úr sínu lókal hráefni, einn drykk úr íslensku hráefni og einn af sínum einkennisdrykkjum. Áhorfendum mun svo að sjálfsögðu gefast kostur á að smakka veigarnar. Keppnin verður haldin Kex Hostel og er hún öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Búist er við að yfir 20 af bestu börum í heimi muni sækja Reykjavík Bar Summit ásamt fríðu föruneyti blaðamanna. Einnig er búist við ýmsum frægum nöfnum úr kokteilheiminum svo sem Philip Duff, Dan Priceman, Lynnette Marrero ásamt goðsögninni og brjálaða efnafræðingnum Tom Zyankali.
Armbönd sem veita aðgang að viðburðum hátíðarinnar er hægt að nálgast á tix.is fyrir aðeins 9.900 kr. Ítarleg dagskrá hátíðarinnar sem og allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og facebook síðu Reykjavik Bar Summit.
Armbönd á hátíðina má nálgast með því að smella hér.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/reykjavik-bar-summit/feed/“ number=“3″ ]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina