Smári Valtýr Sæbjörnsson
Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS
Undirritað hefur verið samkomulag á milli ISS veitingasviðs og Heitt og Kalt þar sem ISS tekur yfir alla starfssemi Heitt og Kalt frá og með 1. desember s.l.
Veitingasvið ISS rekur öflugt miðlægt eldhús í Vatnagörðum auk mötuneyta á mörgum stöðum og starfa þar um 60 manns við að framleiða fjölbreyttan og hollan hádegisverð til fyrirtækja og stofnana, alla daga vikunnar. Auk þess bíður ISS upp á ávaxtakörfur og veisluþjónustu til fyrirtækja og stofnana.
Heitt og Kalt er í eigu Sturlu Birgissonar og Freyju Kjartansdóttur, en Sturla er vel þekktur fyrir störf sín í veitingageiranum bæði sem fyrrum landsliðsmaður í kokkalandsliðinu okkar og keppandi í hinni alþjóðlegu keppni Bocuse d‘ Or, og nú sem dómari í sömu keppni. Einnig hefur Sturla séð um veislur fyrir ýmsa opinbera aðila auk margra stærri fyrirtækja landsins.
Sturla verður hluti af stjórnunarteymi veitingasviðs ISS með Þórði Bragasyni yfirmatreiðslumanni og mun Sturla verða aðstoðaryfirmatreiðslumaður í stóreldhúsi ISS, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Sameinað Heitt og Kalt og Veitingasvið ISS mun styrkja ISS ehf enn frekar í því að ná markmiði sínu, sem er að veita öfluga veitingaþjónustu í þágu atvinnulífs með fjölbreytni, sveigjanleika og gæði að leiðarljósi.
Myndir:
- Sturla Birgisson: heittogkalt.is
- Iss logo: is.issworld.com

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago