Smári Valtýr Sæbjörnsson
Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS
Undirritað hefur verið samkomulag á milli ISS veitingasviðs og Heitt og Kalt þar sem ISS tekur yfir alla starfssemi Heitt og Kalt frá og með 1. desember s.l.
Veitingasvið ISS rekur öflugt miðlægt eldhús í Vatnagörðum auk mötuneyta á mörgum stöðum og starfa þar um 60 manns við að framleiða fjölbreyttan og hollan hádegisverð til fyrirtækja og stofnana, alla daga vikunnar. Auk þess bíður ISS upp á ávaxtakörfur og veisluþjónustu til fyrirtækja og stofnana.
Heitt og Kalt er í eigu Sturlu Birgissonar og Freyju Kjartansdóttur, en Sturla er vel þekktur fyrir störf sín í veitingageiranum bæði sem fyrrum landsliðsmaður í kokkalandsliðinu okkar og keppandi í hinni alþjóðlegu keppni Bocuse d‘ Or, og nú sem dómari í sömu keppni. Einnig hefur Sturla séð um veislur fyrir ýmsa opinbera aðila auk margra stærri fyrirtækja landsins.
Sturla verður hluti af stjórnunarteymi veitingasviðs ISS með Þórði Bragasyni yfirmatreiðslumanni og mun Sturla verða aðstoðaryfirmatreiðslumaður í stóreldhúsi ISS, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Sameinað Heitt og Kalt og Veitingasvið ISS mun styrkja ISS ehf enn frekar í því að ná markmiði sínu, sem er að veita öfluga veitingaþjónustu í þágu atvinnulífs með fjölbreytni, sveigjanleika og gæði að leiðarljósi.
Myndir:
- Sturla Birgisson: heittogkalt.is
- Iss logo: is.issworld.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?