Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS

Birting:

þann

Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS

Undirritað hefur verið samkomulag á milli ISS veitingasviðs og Heitt og Kalt þar sem ISS tekur yfir alla starfssemi Heitt og Kalt frá og með 1. desember s.l.

Veitingasvið ISS rekur öflugt miðlægt eldhús í Vatnagörðum auk mötuneyta á mörgum stöðum og starfa þar um 60 manns við að framleiða fjölbreyttan og hollan hádegisverð til fyrirtækja og stofnana, alla daga vikunnar. Auk þess bíður ISS upp á ávaxtakörfur og veisluþjónustu til fyrirtækja og stofnana.

Heitt og Kalt er í eigu Sturlu Birgissonar og Freyju Kjartansdóttur, en Sturla er vel þekktur fyrir störf sín í veitingageiranum bæði sem fyrrum landsliðsmaður í kokkalandsliðinu okkar og keppandi í hinni alþjóðlegu keppni  Bocuse d‘ Or, og nú sem dómari í sömu keppni.  Einnig hefur Sturla séð um veislur fyrir ýmsa opinbera aðila auk margra stærri fyrirtækja landsins.

Sturla verður hluti af stjórnunarteymi veitingasviðs ISS með Þórði Bragasyni yfirmatreiðslumanni og mun Sturla verða aðstoðaryfirmatreiðslumaður í stóreldhúsi ISS, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Sameinað Heitt og Kalt og Veitingasvið ISS mun styrkja ISS ehf enn frekar í því að ná markmiði sínu, sem er að veita öfluga veitingaþjónustu í þágu atvinnulífs með fjölbreytni, sveigjanleika og gæði að leiðarljósi.

 

Myndir:

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið