Uppskriftir
Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise
Innihald:
250 ml rjómi
250 mj mjólk
Skaf innan úr einni vanillustöng
70 gr sykur
5 eggjarauður
Aðferð:
Hrærið saman sykur og eggjarauður í stálskál. Setjið rjóma og mjólk í pott ásamt vanilluskafinu (vanilla skorinn langsum) og hitið að suðumarki.
Blandið 4-6 matskeiðum af mjólkurblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið rösklega í á meðan. Hellið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við eggin, smátt og smátt. Hrærið í á meðan.
Komið skálinni fyrir yfir vatnsbaði (Pottur með vatni á rólegri suðu). Þeytið rösklega þar til sósan þykknar.
Sósan er tilbúin þegar hún rennur ekki auðveldlega af baki plast eða trésleifar.
Sósuna má framreiða volga eða kalda.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Þessi sósa er upplögð með frönsku súkkulaðikökunni eða með ferskum ávöxtum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin