Vertu memm

Uppskriftir

Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise

Birting:

þann

Vanillusósa - Vöfflur - Vaffla - Hindber - Þeyttur rjómi

Vanillusósan hentar vel með mörgum eftirréttum

Innihald:
250 ml rjómi
250 mj mjólk
Skaf innan úr einni vanillustöng
70 gr sykur
5 eggjarauður

Aðferð:
Hrærið saman sykur og eggjarauður í stálskál. Setjið rjóma og mjólk í pott ásamt vanilluskafinu (vanilla skorinn langsum) og hitið að suðumarki.

Blandið 4-6 matskeiðum af mjólkurblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið rösklega í á meðan. Hellið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við eggin, smátt og smátt. Hrærið í á meðan.

Komið skálinni fyrir yfir vatnsbaði (Pottur með vatni á rólegri suðu). Þeytið rösklega þar til sósan þykknar.

Sósan er tilbúin þegar hún rennur ekki auðveldlega af baki plast eða trésleifar.

Sósuna má framreiða volga eða kalda.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Þessi sósa er upplögð með frönsku súkkulaðikökunni eða með ferskum ávöxtum.

Frönsk súkkulaðikaka

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið