Uppskriftir
Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise
Innihald:
250 ml rjómi
250 mj mjólk
Skaf innan úr einni vanillustöng
70 gr sykur
5 eggjarauður
Aðferð:
Hrærið saman sykur og eggjarauður í stálskál. Setjið rjóma og mjólk í pott ásamt vanilluskafinu (vanilla skorinn langsum) og hitið að suðumarki.
Blandið 4-6 matskeiðum af mjólkurblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið rösklega í á meðan. Hellið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við eggin, smátt og smátt. Hrærið í á meðan.
Komið skálinni fyrir yfir vatnsbaði (Pottur með vatni á rólegri suðu). Þeytið rösklega þar til sósan þykknar.
Sósan er tilbúin þegar hún rennur ekki auðveldlega af baki plast eða trésleifar.
Sósuna má framreiða volga eða kalda.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Þessi sósa er upplögð með frönsku súkkulaðikökunni eða með ferskum ávöxtum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?