Viðtöl, örfréttir & frumraun
Heimssamtök matreiðslumanna með PopUp í Póllandi – Gísli verður gestakokkur á Biala Roza
Gísli Matthías Auðunsson matreiðlumeistari verður gestakokkur á veitingahúsinu Biala Roza í Kraká í Póllandi, 25. apríl næstkomandi. Tilefnið er Slow Food Masterclass sem stendur yfir frá núna í apríl til nóvember en Kraká var útnefnt matarmenningarhöfuðborg Evrópu 2019 af European Academy of Gastronomy.
Gísli er meðlimur í Chefs’ Alliance á Íslandi, sem er heimssamtök matreiðslumanna og kokka sem fylgja meginreglunum um góða, hreina og sanngjarna matargerðarlist. Chefs’ Alliance samanstendur af yfir 1.100 matreiðslumönnum frá fimm heimsálfum.
Þeir matreiðslumenn sem verða gestakokkar á veitingastöðum í Kraká vegna Slow Food Masterclass eru:
- Gísli Matthías Auðunsson (Íslandi) – 25. apríl á veitingahúsinu Biala Róza.
- Tiziana Tacchi (Ítalíu) – 18. júní, á veitingahúsinu Bianca.
- Christophe Lancon og Jérome Koehler (Frakklandi) – í síðustu vikunni í júní, staðsetning er óákveðin.
- Peter McKenna (Skotlandi) – 26. september, á veitingastaðnum Na Pole.
- Luka Lubke og Barbara Stadler – 5 11, staðsetning er óákveðin.
Slow Food eru alþjóðleg grasrótarsamtök og eru yfir ein milljón aðgerðasinna, matreiðslumenn, sérfræðingar, ungt áhugafólk um mat, bændur, sjómenn og fræðimenn og eru yfir 160 lönd sem taka þátt í Slow Food.
Slow Food Chefs‘ Alliance er eins áður segir heimssamtök matreiðslumanna og kokka og er starfrækt í 24 löndum, Albaníu, Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Burkína Fasó, Kanada, Kólumbíu, Kúbú, Ekvador, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Indlandi, Ítalíu, Kenýa, Marokkó, Mexíkó, Hollandi, Rússlandi, Suður-Afríku, Úganda, Bretlandi, Úkraína og Bandaríkjunum.
Nasza specjalna kolacja w Restauracja Biała Róża, z Gísli Matthías Auðunsson, Łukasz Cichy, Michał Cienki, Paweł Kras i Bartoszem Gadziną Beksien Przetwórnia już 25 kwietnia.A dziś Gisli przesłał do nas swoje osobiste zaproszenie. Zobaczcie!Our special Slow Food Masterclass dinner in Kraków will take place in just over three weeks. And today Gisli sent us his invitation for this event. Take a look!
Posted by Slow Food Masterclass Kraków on Sunday, 7 April 2019
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







